Úrval - 01.10.1952, Side 25
KÓNGULÓIN OG VESPAN
23
vandamál en snúast gegn þeim.
Kóngulær vefa t. d. alltaf vefi
sína í rúmvídd en ekki í fleti,
og þegar kónguló uppgötvar að
hún getur ekki fest vissa þræði
í þriðju vídd, hættir hún við
vefinn og byrjar á nýjum
annarsstaðar í stað þess að
vefa hann í fleti. Þessarar
hvatar til að forða sér virðist
gæta á öllum sviðum lífsins og
kemur í staðinn fyrir skynsam-
leg viðbrögð. Það er eins erfitt
fyrir kóngulóna að breyta gerð
vefsins síns og fyrir fákunn-
andi mann að byggja brú yfir
gjá sem verður á vegi hans.
Að sumu leyti er þessi eðlis-
læga hvöt til að forða sér ekki
aðeins auðveldari heldur einnig
vænlegri til árangurs en skyn-
samleg viðbrögð. Tarantúlan.
hagar sér alltaf eins og henni
er fyrir beztu nema þegar hún
mætir hinum tillitslausa óvini,
sem á viðhald kynstofns síns
undir því að hún geti drepið
eins margar tarantúlur og hún
verpir eggjum. Ef til vill hagar
tarantúlan sér eins og venju-
lega, í stað þess að ráðast á
vespuna og drepa hana, af því
að hún veit ekki um hættuna.
En hver sem skýringin er, þá
er viðhald tarantúlukynstofnins
tryggt með því að viðkoman
hjá þeim er miklu meiri en hjá
vespunni.
oo oo
Vatnið kemur . . .
I hreppi einum nálægt Reykjavik hafði staðið löng og hörð
barátta fyrir þvi að leggja vatnsveitu. Auk þess sem kostnaður-
inn varð hreppsbúum þungur í skauti varð vatnsveitan mikið
pólitiskt hitamál. Var mörg hildin háð um hana í hreppsnefnd-
inni og barst bergmál þeirra jafnvel til Reykvíkinga í gegnum
blöð bæjarins.
Nú vildi svo til að meðan hreppsbúar biðu þess í eftirvænt-
ingu að vatnið tæki að renna í hús þeirra, beið einn af helztu
baráttumönnum vatnsveitunnar eftir því að konan hans yrði
léttari. I>egar konan tók léttasóttina hringdi maðurinn á fæð-
ingardeildina og spurði hvort hann mætti koma með konuna sxna,
hún væri orðin lasin.
Ljósmóðirin vildi fá nánari fréttir af líðan konunnar og spyr
hvort vatnið sé komið.
„Vatnið?“ spyr maðurinn. ,,Nei, það er ekki komið, en það
kemur eftir viku!“