Úrval - 01.10.1952, Qupperneq 26
Kimnur, brezkur bridgespilari
skriíar um nýtt rommyspil,
skylt kanasta.
Kanasta —- og nú samha.
Grein úr „World Digest“,
eftir G. G. J. Walshe, oíursta.
TJOMMYSPILIN (rommy, gin,
oklahoma, kanasta og sam-
ba) hafa komið í kjölfar hvers
annars á sama hátt og vistspil-
in (vist, bridge, auction, plafond
og contract), en í Ameríku hef-
ur breytingin á rommyspilun-
um verið svo ör, að reglur eins
spils náðu ekki að festast
áður en annað spil kom til sög-
unnar.
Allir muna hve kanasta náði
skjótri útbreiðslu fyrir tveim
eða þrem árum. Nú á það spil
bersýnilega að víkja fyrir nýj-
asta rommyspilinu, sem nefnist
samba. Samba mun eiga að telj-
ast endurbót á kanasta; nokkr-
ar helstu meginreglurnar eru
þær sömu, en þó eru talsverð-
ar breytingar, sem breyta eðli
spilsins í verulegum atriðum.
Þeir sem ekki kunna kanasta
geta lært það af grein um kan-
asta, sem birtist í 6. hefti Úr-
vals, 9. árg.
í samba eru notuð þrenn spil
og sex jókerar, 162 spil alls, í
kanasta aðeins tvenn. Hverjum
spilara eru gefin 15 spil án til-
lits til þess hve margir spila, og
hver spilari dregur tvö spil úr
stokknum í hvert skipti (eitt í
kanasta), en fleygir einu, Með
þessu móti fjölgar spilunum á
hendinni og auðveldara verður
að leggja en í kanasta.
I samba má ekki loka nema
lagðar hafi veri tvær kanasta
(ein í kanasta) og ekki má nota
nema tvö algild spil (jókera og
tvista) í hverja kanasta (þrjú
í kanasta), en vegna þess að
þrenn spil em notuð, verður
samt auðveldara að leggja kan-
asta í samba heldur en kanasta.
— Óttinn við að andstæðingarn-
ir loki örvar einnig lagningu.
Tiltölulega auðvelt er að kaupa
stokkinn í samba, enda verður
hann sjaldan stór. Þetta er mik-
ill kostur umfram kanasta, þar
sem stokkurinn getur orðið
geysistór og hrein heppni ráðið
hver hreppir hann og vinnur
þar með spilið.
Kanasta dregur nafn sitt af
helzta sérkenni sínu: það kall-
ast kanasta þegar einhver getur
lagt sjö samstæður í borð. Á
sama hátt dregur samba nafn
af helzta sérkenni sínu: það