Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 27
KANASTA — OG NÚ SAMBA
25
kallast samba (sem jafnframt
er kanasta) þegar einhver getur
lagt í borð sjö spil í röð af sama
lit. Fyrir þá sem kunna kanasta
og langar til að læra samba
skulu hér raktar þær reglur sem
ekki eru hinar sömu í samba
og kanasta.
Algild spil (jókerar og tvist-
ar) gegna sama hlutverki í báð-
um spilunum, þó má ekki nota
nema tvö algild spil til að mynda
kanasta í kanasta og ekkert í
samba (röðin verður að vera
hrein). Algildum spilum má ekki
bæta við kanasta sem lögð hef-
ur verið.
Gildi spilanna í samba er hið
sama í og kanasta. Einn leikur
(game) í samba er 10.000 (5000
í kanasta). Til þess að opna þarf
sama stigafjölda og í kanasta
(50 upp að 1500, 90 upp að 3000
og 120 frá og með 3000), en
þegar náð er 7000 þarf 150 stig
til þess að geta opnað.
I samba má leggja röð spila
í lit frá 3 spilum upp í X (sem
er samba), en ekki má fylla upp
í röð með algildum spilum (í
kanasta má aðeins leggja sam-
stæður). Röð telst frá ás og
niður í fjarka.
Allt að þrem algildum spilum
má bæta við fullgilda kanasta
í kanasta en engu í samba.
1 kanasta má ekki leggja
nema eina lögn úr sömu sam-
stæðu (t. d. aðeins eina lögn af
fjörkum), en fleiri ef vill í
samba.
I samba verða að vera minnst
fimm samstæð spil í kanasta
(þ. e. aðeins tvö algild spil), en
í kanasta nægja fjögur.
1 báðum spilunum má kaupa
frystan (ogófrystan) stokkmeð
tveim samstæðum spilum á
hendi með sama gildi og efsta
spilið í stokknum. Þegar stokk-
urinn er ófrystur, nægir eitt spil
og algilt spil á hendi í kanasta,
en ekki í samba.
I samba. má ekki bæta við
spili í fullgilda kanasta, eins og
í kanasta.
I iok hvers spils eru gefin
aukastig umfram samantaiið
stigagildi spilanna sem hér segir:
1500 stig fyrir samba (sjö spil
í röð í sama lit).
500 stig fyrir hreina kanasta
(sjöspilasamstæðu með engu al-
gildu spili).
300 stig fyrir blandaða kan-
asta (sjöspilasamstæðu með
einu eða tveim algildum spil-
um, en ekki þrem eins og í kan-
asta).
200 stig fyrir að loka (100 í
kanasta).
100 stig fyrir rauðan þrist og
400 stig að auki fyrir alla rauðu
þristana. Þó kemur stigagildi
rauðu þristanna til frádráttar,
ef handhafi þeirra hefur ekki
lagt tvær kanasta þegar lokað
er. (í kanasta koma þeir því að-
eins til frádráttar að handhaf-
inn hafi enga samstæðu lagt
þegar lokað er).