Úrval - 01.10.1952, Side 31
Verksmiðjuáburður og lífræn efni
f jarðveginum er hvorttveggja
nauðsynlegt til að fá góða
uppskeru.
„Lífræn ræktun” og wksmiðjuáMitr.
Grein úr „Country Gentleman“,
eftir R. I. Throckmorton.
Aundanförnum árum hefur
myndast einskonar „sér-
trúarflokkur“, sem boðar trú á
„lífræna ræktun“ eins og það er
kallað. Hann bannfærir verk-
smiðjuáburð, sem nútímaræktun
er að miklu leyti reist á. Sú
bannfæring er byggð á þeirri
fáránlegu getgátu að slíkur á-
burður ,,eitri“ jarðveginn, drepi
nauðsynlegan huldugróður í
jarðveginum og einnig ána-
maðka, veiki mótstöðuafl jurt-
anna gegn árásum skordýra og
sjúkdóma, örvi vöxt illgresis og
spilli heilsu húsdýra og manna
sem neyta uppskeru af landi
sem verksmiðjuáburður hefur
verið borinn á.
1 sinni hreinustu mynd hljóð-
ar boðskapurinn á þá leið að
lífræn efni ein séu fær um að
gefa góða og heilbrigða upp-
skeru, uppskeru sem sé laus við
skordýr og sjúkdóma og hafi
undursamlega heilsugefandi eig-
inleika fyrir menn og dýr sem
neyta hennar.
Boðendur þessarar kenningar
fullyrða m. ö. o. að ræktunar-
og jarðvegsfræðingar séu á
rangri leið; að þær tugmiljónir
lesta af verksmiðjuáburði sem
bændur nota nú um allan heirn.
séu heilsuspillir. Þeir krefjast
þess að niðurstöður af ræktun-
artilraunum margra kynslóða
séu að engu hafðar.
Hjátrú í sambandi við ræktun
og næringu er ekki nýtt fyrir-
brigði. Henni hefur skotið upp
í ýmsum myndum en jafnan
dáið út fljótlega. 1 fyrstu lét ég
mig þetta nýja afbrigði hennar
litlu skipta. En þegar krossferð-
in gegn verksmiðjuáburðinum
magnaðist ört fór ég að óttast
að hún gæti orðið vísindalegum
ræktunartilraunum til mikils
tjóns. f einu bréfi stóð að til-
raunastöðvarnar nytu svo mik-
ils fjárhagslegs stuðnings frá
áburðarverksmiðjunum, að vís-
indamenn sem þar störfuðu
mættu ekki segja sannleikann!
Svona fullyrðingum má ekki
láta ómótmælt.
Lífræn efni í hinni réttu
merkingu orðsins eru mikilvæg-
ur hluti jarðvegsins, og jarð-