Úrval - 01.10.1952, Side 37
TENGDAFORELDRAR
35
það sem móðirin flýr á náðir
barnanna og f jölskyldna þeirra.
Hún lifir aftur upp líf sitt í
þeim. Bamabörnin verða henn-
ar eigin börn. Hún uppgötvar
að „það er ekki almennilega
hugsað um þau“, þ. e. ekki eins
og hún liugsaði um sín börn.
Hún byrjar að gagnrýna,
kannski mest með sjálfri sér,
en andrúmsloftið verður þungt
og orð sem særa hrjóta ósjálf-
rátt af vörum. „Já, sjáið mæð-
urnar nú á dögum,“ hugsar hún
. . . „Það var öðruvísi í mínu
ungdæmi." Það særir hana að
sjá hve lífsreynsla hennar er
lítils metin.
I raun og veru er það eyðan
í tilfinningalífinu sem kvelur
hana. Sú tilfinning að hún sé
ekki neinni manneskju lengur
neins virði, að enginn þarfnist
lengur ástar hennar. Þetta hug-
arástand er rótin að verstu
árekstrunum milli tengdamóður
og -bama, sem sjá má ef við
athugum nánar þær aðstæður
sem helzt valda slíku hugar-
ástandi.
Fyrst er það móðirin sem
verður ein eftir með börnum
sínum vegna skilnaðar, veik-
inda eða dauðsfalls. Öll um-
hyggja hennar og þörf hennar
til að gefa beinist að börnun-
um. Hugsanirnar hafa ámm
saman ekki snúizt um annað en
þau. Beiskjan sem misheppnað
hjónaband hefur látið eftir sig
magnar kannski enn frekar til-
finningar hennar gagnvart
börnunum. Þau hafa orðið að
taka á rnóti skammti sem ætl-
unin var að skiptist í tvo staði.
Þau giftast og hún er allt í einu
orðin ein. Auðvitað skilur hún
að þetta er gangur lífsins, en
hún getur ekki sleppt takinu.
Hún verður að fá að eiga hlut-
deild í framhaldinu. Og þá eru
sköpuð skilyrði til árekstra.
Svo er það einkabarnið sem
verður sérstaklega illa statt ef
hjónaband móðurinnar hefur
verið ógæfusamt. Verst af öllu
er þó ef móðir verður að lifa
ein með einkabarni sínu mestan
hluta fullorðinsára sinna. Enda
lenda slíkar mæður oftast í á-
rekstrum við tengdabörn sín.
Það virðist nokkuð algild
legla á bernsku- og æskuárum
að móðir og sonur annarsvegar
og faðir og dóttir hinsvegar
hænist sérstaklega hvort að
öðru. Þessi nánu tengsl eru
sjaldan ráðandi í lífi föðurins.
Það er svo margt utan heimilis-
ins sem einnig tekur hug hans.
En fyrir móðurina geta þau orð-
ið mjög afdrifarík, og eru stund-
um svo allsráðandi að telja verð-
ur þau sjúkleg. Hún helgar syn-
inum alla ást sína og umhyggjur
og sonurinn verður henni einnig
háður. Stundum svo mjög að
það torveldar honum að bindast
eðlilegum tilfinningaböndum
við jafnaldra sína. Svo langt
getur þetta gengið, að móðirin
haldi uppi njósnum um son sinn,
án þess að hún geri sér þess
raunverulega grein, og vinni,