Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 38

Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 38
36 ÚRVAL kannski óafvitandi, gegn því að hann leiti sér lagskonu. Þær stúlkur sem hann umgengst verða keppinautar hennar. Ég hef vitað dæmi um móður sem aldrei þreyttist á að tala um hve leiðinlegt það væri að „hann Jón minn skuli ekki gifta sig“, en var jafnframt svo bitur í gagnrýni sinni á öllum þeim stúlkum sem sonur hennar sýndi áhuga á, að hann gafst alltaf upp að lokum. Mig hafði ekki dreymt um, þegar ég hóf læknisstarf mitt, að eins margir myndu koma til mín og raun bar vitni með spurninguna: „Hvað á ég að gera við tengdamóður mína?“ Eða: „Hvað á ég að taka til bragðs með tengdadóttur mína, hún er alveg ómöguleg“. Og þetta fólk er komið í þrot. Það segist ekki geta afborið ástand- ið lengur, einhver breyting verði að ske. Nokkrum sinnum hef ég orðið vitni að því að árekstrar af þessu tagi hafa orðið ein or- sökin til skilnaðar, til óláns fyr- ir alla aðila.. Sjaldan er tengda- móðirin þó ein orsökin. Reyndin er oftast sú, að þessir árekstrar verða sérstaklega tilfinnalegir í hjónaböndum sem að öðru leyti er í einhverju áfátt. Árekstrarn- ir við tengdamóðurina verða dropin sem veldur því að út úr flóir. Ég finn mig sorglega lítils megnugan að gefa ráð í svona málum, og ég hef hugboð um að viðleitni mín hafi sárasjaldan orðið að gagni. Ég tala við alla aðila og hef oft tilhneigingu til að vera sammála þeim sem síð- ast talar við mig. Ég kynnist þrem ólánsömum manneskjum, sem hver um sig virðast ágætis manneskjur og hafa mikið til síns máls. Nei, gallan er sjálf- sagt ekki að finna hjá fólkinu. Það er ástandið sem skapast hefur, sem er á einhvern hátt óeðlilegt og öfugsnúið. Að sjálf- sögðu birtist vandamálið í sín- um furðulegustu myndum þegar einn eða fleiri aðilar eru van- heilir á geðsmunum, en oftast er hér um að ræða ósköp blátt áfram og venjulegt fólk. En milli þess hefur skyndilega skapast andrúmsloft hlaðið spennu sem gerir lífið óbærilegt. Það sem gert er eða sagt, eru smámunir sé það skoðað án samhengis. En summan af því verður allt önnur. Hún tjáir baráttuna fyrir því að fá að vera einhverjum einhvers virði. „Hann er sonur minn, sem ég hef fætt og alið upp. Hann er hið eina sem ég á eftir í lífinu. Hún má ekki taka hann frá mér“, heyrist frá annari hlið- inni. Og frá hinni: „Hann er maðurinn minn. Hann á að elska mig og vinna fyrir mig. Við eigum líf okkar ólifað saman. Hún er búin að lifa sínu lífi.“ Baráttan er hörð og bitur. Hinn eiginlegi bakgrunnur kemur sjaldan í ljós. Keppinautarnir, eins og ég vil kalla þá, kjósa heldur að leita að sökinni hvor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.