Úrval - 01.10.1952, Side 41
TEN GDAFORELDRAR
39
förunautar sem það hefur valið
sér. Þvert á móti: þú vekur að-
eins beiskju og þvermóðsku.
Rifja upp fyrir þér hvað þér
sámaði mest í fari tengdafor-
eldra þinna þegar þú varst ung.
Minnstu þess að þú verður að
sætta þig við þann lífsförunaut
sem bamið hefur valið sér þó
að þér finnist hann ekki geð-
felldur. Láttu þér ekki til hugar
koma að þú getir á nokkum
hátt haft áhrif á eða breytt hon-
um. Sættu þig við það sem þú
getur sætt þig við í fari hans
og sýndu hinu umburðarlyndi.
Ef til vill býr hann yfir kostum
sem taka langt fram þeim göll-
um sem þér hættir til að ein-
blína á. Og mundu að í valinu
milli foreldra og maka hlýtur
bamið þitt að kjósa makann,
ef til þess kemur.
Minnstu þess að með athöfn-
um sem þú telur hjálpsemi og
fórnfýsi getur þú skapað and-
rúmsloft sem til lengdar getur
orðið börnum þínum og barna-
börnum til tjóns. Hjálpsemi sem
á einhvern hátt heftir frelsi
fullorðins fólks vekur sjaldan
þakklátssemi. Og umfram allt:
ef þú hefur nokkur tök á, þá
búðu aldrei hjá giftu barni þínu.
Það getur blessast, en gerir það
sjaldan.
Við tengdadótturina vildi ég
segja þetta: Vertu ekki með að-
finnslur í garð tengdamóður
þinnar í eyru mannsins þíns.
Gleymdu ekki að hún er móðir
hans og að þú setur hann í mik-
inn vanda með því, og til lengd-
ar verður það sjálfri þér til
tjóns. Hugleiddu að seinna á æv-
inni munt þú sjálf komast í
sömu aðstöðu og tengdamóðir
þín er nú, og reyndu að gera
þér í hugarlund hvemig þér
muni þá verða innanbrjósts.
Minnstu þess að oft eru það
duglegustu, umhyggjusömustu
og fórnfúsustu mæðumar sem
helzt valda árekstrum.
Ef þú skyldir vera þeirrar
skoðunar, að tengdamóðir þín
hafi þegar lifað lífi sínu og hafi
ekki rétt til að krefjast neins
framar, þá ímyndaðu þér að ef
til vill hafi hún lifað ólánsömu
lífi, lífi sem ekki lét henni í té
þá blíðu og ástúð sem sérhver
manneskja þarfnast. Það getur
verið svo þó að það liggi ekki
ljóst fyrir.
Ef þú hefur eitthvert áhuga-
mál eða verkefni utan heimil-
isins, ef þú býrð yfir hæfileik-
um sem þú hefur þroskað með
gáðum árangri, þá grafðu ekki
pund þitt í jörðu. Það getur
orðið þér til björgunar seinna
á ævinni. Hlýddu ekki kröfum
mannsins þíns eða tengdamóð-
ur um að fóma þér alveg fyrir
heimilið, ef þú hefur ekki fulla
löngun til þess sjálf.
Og að lokum vildi ég segja
við alla hlutaðeigendur sem á
mig hlýða: Látið ekki þetta er-
indi mitt verða upphaf að deil-
um. Ræðið það ekki ykkar í
milli. Hugleiðið það aðeins með
sjálfum ykkur.