Úrval - 01.10.1952, Síða 43
SCHMIDT FALLBYSSUMAÐUR 1 DYRÐINNI
41
an hafði hann snuðrað í kring-
um verkstæði sporvagnanna í
Vín, grúskað í vögnum, spor-
brautum og sporskiptum, og í
forstofunni á prestsetrinu hékk
stór teikning af diesel-rafknún-
um sporvagni, sem hann hafði
teiknað. Elsa, stúlkan sem hann
vonaðist til að yrði síðar meir
konan sín, sagði oft: ,,Það er
synd, Elfried að þú skyldir ekki
verða verkfræðingur“.
,,Ég býst við að það sem kom
mér af stað“, sagði Schmidt við
mig hugsandi, „hafi verið orð-
rómurinn um að nazistarnir
ætluðu að senda frænda minn
í fangabúðir. Ég vakti á nótt-
unni og velti fyrir mér hvernig
ég gæti hjálpað honurn. Ég varð
með einhverju móti að skjóta.
Gestapo skelk í bringu. Gat ég
ekki talið henni trú um að ég
hefði gert uppfinningu sem
Nazistaflokkurinn hefði tekið
tveim höndum? Kannski get ég
gert mig að verkfræðingi, sem
Hitler sjálfur hefði sæmt heið-
ursmerki ? Því meir sem ég
hugsaði um þessa furðulegu
hugmynd, því snjallari fannst
mér hún“.
Daginn eftir- fór Schmidt til
Vínar; hann kom aftur nokkrum
dögum seinna með nokkra
gúmmístimpla og mörg merki-
leg bréf. I einu, sem aðeins var
afrit, bað Schmidt þýzku ríkis-
jámbrautirnar ,,að athuga með-
fylgjandi tækni-teikningar“. I
svarinu var Schmidt tjáð að
teikningar hans af diesel-spor-
vagninum hefðu verið sendar
með meðmælum til Samgöngu-
málaráðuneytisins í Berlín.
Einnig var bréf frá ríkisjárn-
brautunum þar sem Schmidt
var tjáð að ráðuneytið hefði
samþykkt teikningarnar og
byrjað væri að reisa verksmiðju
til að framleiða vagnana.
„I kaþólska æskulýðsfélaginu
okkar,“ sagði Schmidt, „höfðum
við átt í bréfaskriftum við Sam-
göngumálaráðuneytið og notað
gúmmístimpil til að stimpla ut-
an á umslögin til ráðuneytis-
ins. Með því að skera burtu „An
das“ (til) fyrir framan nafn
ráðuneytisins notaði ég stimpil-
inn til að útbúa bréfhaus, og
með því að nota hann reyndist
mér auðvelt að fá aðra þá
gúmmístimpla sem mig vant-
aði“.
Þegar heim kom stimplaði
Schmidt teikningar sínar með
stimplum sem á stóð MEÐ-
TEKIÐ, ATHUGAÐ og SAM-
ÞYKKT og krotaði ólæsilegar
undirskriftir undir. Þennan dag
frétti hann hjá vini sínum að
vænta mætti handtöku frænda
hans á hverri stundu.
Teikningarnar og bréfin
nægðu ekki til að sannfæra
Gestapo. Schmidt vélritaði bréf
frá Berlínarháskóla þar sem há-
skólinn tjáði Elfried Schmidt að
hann hefði verið sæmdur heið-
urstitlinum Ingenieur Honoris
Causa (heiðursverkfræðingur).
Herra Schmidt verkfræðingi
var boðið að mæta 25. ágúst
6