Úrval - 01.10.1952, Page 47
SCHMIDT FALLBYSSUMAÐUR I DÝRÐINNI
45
sérfræðistörf yðar. Og þér eigið
að bera silfurheiðursborðann á
einkennisbúningi yðar.“ Schmidt
þakkaði fyrir sig og fór.
„Ég hirti ekki einu sinni um
að sofa í herbúðunum,“ sagði
hann mér. „Ég hélt til í
íbúð minni í Vín og kom í her-
búðirnar klukkan 8 á morgnana
eins og ofursti. Þegar ég nálg-
aðist hliðið kallaði varðmaður-
inn út heiðursvörðinn, sem að-
eins var gert fyrir herbúðar-
foringjann og háttsetta liðsfor-
ingja“.
Nokkrum vikum seinna var
Sehmidt fluttur á skrifstofu
Eduardes von Löhr hershöfð-
ingja. Hershöfðinginn sagði
honum að þýzka leyniþjónustan
hefði komizt yfir teikningar
af útlendum flugvélahreyflum.
Schmidt átti að kynna sér þær
og benda á ef eitthvað í þeim
væri „sérstaklega athyglisvert“.
„Ég varð dauðskelkaður“,
sagði Schmidt. En hann svaraði
rólegur að hann væri járn-
brautasérfræðingur og með öllu
ókunnur flugvélahreyflum.
En svo kom annað áfall.
Hershöfðinginn sagði að mann
með hæfileika Schmidts ætti að
gera að liðsforingja. TJtnefning
liðsforingja var endanlega á-
kveðin í Berlín, og Schmidt vissi
að ef flugmálaráðuneyti Gör-
ings færi að rannsaka mál hans
mundi allt komast upp. Hann
reyndi að afþakka heiðurinn,
en hershöfðinginn kvaðst vera
búinn að senda álitsskjal til
yfirvaldanna. Það var þetta á-
litsskjal sem varð Schmidt að
falli.
„En um stund var ég mikill
maður í aðalbækistöðvunum“,
sagði Schmidt. „Ég setti upp
járnbrautarlíkan í skrifstofunni
minni, og hershöfðinginn, of-
urstinn sem hafði með að gera
allar leyndar áætlanir og aðrir
háttsettir liðsforingjar komu á
skrifstofuna til mín til að leika
sér að því. Brátt ákvað ég að
fá mér nýjan einkennisbúning.
Ég keypti svart klæði af því
tagi sem aðeins er ætlað
SS-mönnum og fór með það
til klæðskera herdeildarinnar.
Jakkinn var eins og viðhafnar-
búningur sendiherra. Á hornin
lét ég sauma merki sem ég hafði
sjálfur teiknað og bar einkenn-
isstafi Tækniháskólans. Silfur-
borðann lét ég festa á vinstri
barm. Ég var í hátíðarbuxum
fótgönguliðsins og með einkenn-
ishúfu flughersins. Göring sjálf-
ur hefði ekki getað upphugsað
glæsilegri einkennisbúning.
Þegar ég mætti 1 fyrsta skipti
frammi fyrir hershöfðingjanum
í þessum óperettubúningi, varð
mannauminginn svo hrifinn að
hann sagði ég gæti fengið einka-
bílinn sinn hvenær sem ég
þyrfti. Ég tók bílinn og ók rak-
leitt til Rampersdorf. Þér hefð-
uð átt að sjá andlit fólksins
þegar það sá bílinn með her-
foringjaráðsmerkinu. Þegar
mamma sá mig gat ég ekki
þagað lengur. Eg sagði henni