Úrval - 01.10.1952, Síða 48
46
ÚRVAL
alla söguna. Hún grét, en ég
fullvissaði hana um að enginn
mundi nokkum tíma dirfast að
gera henni eða bróður hennar
mein“.
Dýrðin hjá Schmidt fallbyssu-
manni tók enda 16. febrúar
1939 þegar honum var skipað
að mæta á skrifstofu hers-
höfðingjans. Bak við stóra
borðið sat hershöfðinginn og
starfsmenn í herrétti flug-
hersins. „Segið okkur hvernig
þér fenguð verkfræðingstitil-
inn“, hóf hershöfðinginn máls.
Schmidt taldi enn vænlegast að
að sýna ósvífni. ,,Ég er ekki
vanur svona meðferð", sagði
hann þóttafullur. „Réttast væri
ég hringdi til Foringjans. Eins
og þér vitið gaf hann mér upp
einkanúmerið sitt“.
„Það er ósatt! Starfsmenn
herréttarins hafa rannsakað
mál yðar. Þér eruð fangi. Við
vitum að þér eruð njósnari".
„Njósnari ?“ sagði Schmidt
undrandi. Við njósnum lá
dauðarefsing.
Það var farið með hann í
herfangelsið í Floridsdorf. „Ég
komst að þeirri niðurstöðu að
ef ég ætti að halda lífinu yrði
ég að sannfæra herréttinn um
að á bak við þetta allt saman
lægju ástamál,“ sagði hann mér.
„Kvöld eitt sagði fangavörður-
inn mér að fanginn í klefanum
við hliðina á mér yrði látinn
laus morguninn eftir. Ég skrif-
aði ástríðuþrungið bréf til kær-
ustunnar minnar, Elsu: „Ég
gerði þetta allt þín vegna, ást-
in mín. Manstu hvað þú óskaðir
þess oft að ég gæti orðið verk-
fræðingur? Og nú segja þeir að
ég sé njósnari. Hvernig get ég
sannfært þá um að ég hafi að-
eins viljað þóknast þér og vekja
aðdáun þína, hjartað mitt?“
Bréfinu var smyglað til fang-
ans í næsta klefa og hann lof-
aði að fá það verðinum við hlið-
ið með þeim ummælum að hann
hefði verið beðinn að koma því
til Elsu, en hann kærði sig ekki
um að gerast meðsekur um
glæp. Allt fór samkvæmt áætl-
un og bréfið hafnaði á borði
ákærandans.
Hinn 25. maí mætti Schmidt
fyrir herréttinum. Það voru for-
kostuleg réttarhöld. Dómaram-
ir flissuðu hvað eftir annað.
jafnvel ákærandinn átti erfitt
með að stilla sig þegar Schmidt
sagði frá því hvernig hann
hefði árangurslaust reynt að
vekja aðdáun Elsu, en föður
hennar hefði þótt hún „of góð
fyrir óbreyttan lærling hjá
lásasmið." Hann hefði því
ákveðið að gerast verkfræðing-
ur. Prófskírteinið var lagt fram
í réttinum sem fyrsta sönnunar-
gagn. Dómsforsetinn skellti upp
úr.
Réttarhöldin stóðu í tvær
stundir. Ákæran um njósnir var
látin niður falla. Schmidt var
fimdinn sekur um að hafa
„falsað opinbert prófskírteini
(fjögra vikna fangelsi), að hafa
„notað ranglega háskólanafn-