Úrval - 01.10.1952, Síða 50
Þegar gröf Tut-ankh-Amon fannst
Úr bókinni „The Tomb of Tut-ankh-Amon“,
eftir Howard Carter.
TTA var síðasti leiðangur
okkar til Konungadalsins.
Við höfðum farið þangað í sex
leiðangra áður og dvalist þar
langdvölum við uppgröft, en
starf okkar hafði engan árang-
ur borið. Enginn nema sá, sem
fengizt hefur við fornleifagröft,
getur gert sér í hugarlund hve
vonbrigði okkar voru sár; við
vorum komnir á þá skoðun að
frekari gröftur í dalnum væri
þýðingarlaus og ákváðum því
að búast til brottfarar og
freista heldur gæfunnar annars-
staðar. Og þá — einmitt þegar
við hjuggum hakanum í jörð-
ina í síðustu örvæntingarfullu
tilrauninni, gerðum við upp-
götvun, sem fór langt fram úr
glæstustu vonum okkar.
Ég ætla að reyna að segja
söguna frá upphafi. Það verður
ekki auðvelt, því að uppgötvun-
in var svo skyndileg og óvænt,
að ég varð alveg ringlaður í
fyrstu, og undanfarnir mánuðir
hafa verið svo viðburðaríkir,
að ég hef varla haft tíma til að
hugsa.
Eg kom til Luxor þann 28.
október, og 1. nóvember hafði
ég ráðið verkamenn mína og
gat hafizt handa. í fyrri upp-
HOWARD CARTER (1873—1939)
var brezkur fornminjafræðingTir.-
Hann fór í fyrsta sinn til Egypta-
lands árið 1901 og var þá skipaður
yfirumsjónarmaður með fornminjum
í Þebu. Árið 1907 varð hann sam-
starfsmaður Carnarvons lávarðar og
upp frá þvi vann hann aðallega að
uppgrefti í Konungadalnum hjá
Luxor, þar sem margir hinna
egypzku konunga höfðu verið grafn-
ir. Erfiðleikarnir voru miklir og oft
var fyrirhöfnin til einskis, því að
ræningjar höfðu einatt látið greipar
sópa um grafirnar. Eftir sjö ára strit
fékk Carter ríkuleg laun fyrir þraut-
seigju sína, en þá fann hann fyrstu
egypzku gröfina, sem var með öllu
óskemmd, nákvæmlega eins og við
hana hafði verið skilið að greftrun-
ínni lokinni.
1 þessari gröf fannst múmía Tut-
ankh-Amon, sem var fremur at-
kvæðalitill konungur á tímum 18.
konungsættarinnar um 1500 f. Kr.
Um hann er lítið vitað annað en það,
að hann endurvakti hin svonefndu
,,Amon“trúarbrögð, en Egyptar höfðu
þá verið sóldýrkendur um skeið. Naut
hann af þessum sökum mikillar hylli.
Fundur þessarar grafar var stór-
merkilegur viðburður, því að nú
fengu menn í fyrsta skipti raunveru-
lega vitneskju um grafarsiði Forn-
Egypta, og auk þess fannst í graf-
hýsinu fjöldi sjaldgæfra gripa og
aðrar gersemar.
grefti okkar höfðum við kom-
izt að norðausturhorninu á gröf
Ramses VI, og frá þessum stað