Úrval - 01.10.1952, Síða 51
ÞEGAR GRÖF TUT-ANKH-AMON FANNST
49
hófum við nú að grafa í suður-
átt. Á þessu svæði voru allmarg-
ir óvandaðir verkamannakofar,
sem sennilega hafa verið notað-
ir af verkamönnum við bygg-
ingu Ramsesgrafarinnar. Þessi
smáhýsi, sem reist voru um
þrem fetum fyrir ofan klöpp,
þöktu allt svæðið fyrir framan
gröfina og lágu síðan þvert yfir
dalinn, þar sem önnur kofa-
þyrping tók við. Að kvöldi hins
3. nóvember höfðum við grafið
upp allmarga kofa, og eftir að
við höfðum athugað þá og gert
uppdrætti að þeim, voru þeir
fluttir brott. Nú var ekki ann-
að eftir en að ryðja burt hinu
þriggja feta þykka jarðvegslagi,
sem kofarnir höfðu staðið á.
Þegar ég kom til vinnu minn-
ar næsta morgun, varð ég strax
var við að þar ríkti óvenjuleg
þögn. Eitthvað hlaut að hafa
komið fyrir. Mér var tilkynnt,
að undir fyrsta kofanum, sem
fluttur var burt, hefði fundizt
þrep höggvið í klöppina. Þetta
voru góðar fréttir og ég fór að
vona, að við hefðum loks fund-
ið gröfina, sem við höfðum leit-
að svo lengi að. Við unnum af
kappi allan daginn og fyrri-
hluta næsta dags, og það var
ekki fyrr en um hádegi þann
5. nóvember, að svo mikið hafði
verið mokað frá, að við gátum
séð efsta þrep steintrappanna
frá öllum hliðum.
Það var nú engum efa bundið
lengur, að við stóðum við for-
dyri grafhýsis, en við höfðum
svo oft orðið fyrir vonbrigðum
áður, að tortryggnin hélt áfram
að gera vart við sig. Sá hræði-
legi möguleiki, sem við höfðum
rekið okkur á í dal Thothmes
III, var alltaf fyrir hendi, sem
sé að gröfin væri ófullgerð og
hefði aldrei verið notuð; og þó
að hún hefði verið fullgerð, þá
var ekkert sennilegra en hún
hefði verið rænd þegar í forn-
öld.
Á hinn bóginn var ekki óhugs-
andi, að gröfin kynni að vera
óhreyfð eða þá ekki rænd nema
að nokkru leyti, enda átti ég
erfitt með að leyna hugaræs-
ingu minni, meðan þrep eftir
þrep var að koma í ljós. Þrepin
voru höggvin utan í lága hæð,
og eftir því sem uppgreftinum
miðaði áfram, hurfu þau inn-
undir bergið, þar sem tíu feta
há og sex feta breið göng
mynduðust. Vinnan gekk nú
betur en áður, og um sólarlag
vorum við komnir niður að
tólfta þrepinu, en þar kom í
Ijós efri hluti dyraops, sem fyllt
hafði verið upp í, gibsað yfir
og innsiglað.
Innsiglaðar dyr — það var
ekki um að villast! Við höfðu
loks hlotið laun fyrir margra
ára strit. Ég gat varla ráðið
mér fyrir geðshræringu meðan
ég var að athuga innsiglin á
dyrunum, til þess að komast að
raun um hver þarna hefði verið
grafinn, en ég gat ekki greint
neitt nafn. Einu innsiglin, sem
hægt var að ráða, voru hin