Úrval - 01.10.1952, Síða 53

Úrval - 01.10.1952, Síða 53
ÞEGAR GRÖF TUT-ANKH-AMON FANNST 51 greiniieg, en þó mátti sjá að það voru innsigli Tut-ankh- Amon og konunglegu grafar- innsiglin. Okkur fannst það ganga grátlega seint að ryðja grjót- inu frá neðri hluta ayranna, en loks var því lokið. Úrslitastund- in var runnin upp. Með skjálf- andi hendi boraði ég smáglufu í efra hornið vinstra megin. Myrkur og autt rúm eins langt og járnteinninn minn náði. — Það sýndi, að herbergið bak við dyrnar hafði ekki verið fyllt með grjóti eins og gang- urinn, sem við vorum að ryðja. Við kveiktum á kerti til þess að prófa, hvort um eiturloft gæti verið að ræða. Síðan stækkaði ég glufuna, stakk kertinu gegn- um hana og gægðist inn. Carn- arvon iávarður stóð við hlið mína og beið í ofvæni eftir því hvers ég yrði áskynja! I fyrstu sá ég ekkert því að heita loft- ið úr grafhýsinu kom ljósinu til að blakta, en brátt vöndust augu mín hálfrökkrinu og ég fór að grilla í það, sem fyrir innan var — kynleg dýr, líkn- eskjur og gull — allstaðar glitti á gull. Andartak — þeim sem hjá mér stóðu, hlýtur að hafa fundizt það vera heil eilífð — andartak varð ég mállaus af undrun, og þegar Carnarvon lávaðrur spurði kvíðafullur: „Sérðu nokkuð?“ þá gat ég ekki komið upp öðru en þess- um orðum: „Já, undursamlega hluti.“ Svo stækkaði ég gluí- una, svo að við gætum báðir skyggnzt inn, og þvínæst lýst- um við grafhýsið upp með vasa- ljósi. Ég býst við að flestir forn- leifafræðingar viðurkenni, að þeir verði gripnir lotningu — jafnvel blygðun — þegar þeir brjótast inn í herbergi sem hef- ur verið lokað og innsiglað af guðhræddum manneskjum fyrir mörgum öldum. Tíminn, sem annars er svo þýðingarmikill þáttur í mannlegu lífi, missir gildi sitt á slíku augnabliki: Þrjú þúsund, ef til vill fjögur þúsund ár, eru iiðin síðan mennskir fætur gengu síðast um gólfið sem þú stendur á, og samt virðist þér af ýmsum um- merkjum sem herbergið hafi ekki verið yfirgefið fyrr en í gær — þarna er hálffullur stampur af kalki, sem dyrun- um var lokað með, sótugur lampi, fingrafar á nýmáluðum fleti og blómsveigur á þröskuld- inum. Jafnvel loftið, sem þú andar að þér, hefur ekkert breyzt um aldaraðir; það er sama loftið og þeir önduðu að sér, sem lögðu múmíuna til hinztu hvíldar. Það er sennilega þessi til- finning, sem grípur menn sterk- ustum tökum í fyrstu, en síðan kemur fögnuðurinn yfir upp- götvuninni og hin næstum óvið- ráðanlega löngun til að rjúfa innsigli og lyfta lokum af öskj- um og sú unaðslega tilhugsun, að maður sé að bæta blaði við 7*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.