Úrval - 01.10.1952, Síða 53
ÞEGAR GRÖF TUT-ANKH-AMON FANNST
51
greiniieg, en þó mátti sjá að
það voru innsigli Tut-ankh-
Amon og konunglegu grafar-
innsiglin.
Okkur fannst það ganga
grátlega seint að ryðja grjót-
inu frá neðri hluta ayranna, en
loks var því lokið. Úrslitastund-
in var runnin upp. Með skjálf-
andi hendi boraði ég smáglufu
í efra hornið vinstra megin.
Myrkur og autt rúm eins langt
og járnteinninn minn náði. —
Það sýndi, að herbergið bak
við dyrnar hafði ekki verið
fyllt með grjóti eins og gang-
urinn, sem við vorum að ryðja.
Við kveiktum á kerti til þess að
prófa, hvort um eiturloft gæti
verið að ræða. Síðan stækkaði
ég glufuna, stakk kertinu gegn-
um hana og gægðist inn. Carn-
arvon iávarður stóð við hlið
mína og beið í ofvæni eftir því
hvers ég yrði áskynja! I fyrstu
sá ég ekkert því að heita loft-
ið úr grafhýsinu kom ljósinu
til að blakta, en brátt vöndust
augu mín hálfrökkrinu og ég
fór að grilla í það, sem fyrir
innan var — kynleg dýr, líkn-
eskjur og gull — allstaðar glitti
á gull. Andartak — þeim sem
hjá mér stóðu, hlýtur að hafa
fundizt það vera heil eilífð —
andartak varð ég mállaus af
undrun, og þegar Carnarvon
lávaðrur spurði kvíðafullur:
„Sérðu nokkuð?“ þá gat ég
ekki komið upp öðru en þess-
um orðum: „Já, undursamlega
hluti.“ Svo stækkaði ég gluí-
una, svo að við gætum báðir
skyggnzt inn, og þvínæst lýst-
um við grafhýsið upp með vasa-
ljósi.
Ég býst við að flestir forn-
leifafræðingar viðurkenni, að
þeir verði gripnir lotningu —
jafnvel blygðun — þegar þeir
brjótast inn í herbergi sem hef-
ur verið lokað og innsiglað af
guðhræddum manneskjum fyrir
mörgum öldum. Tíminn, sem
annars er svo þýðingarmikill
þáttur í mannlegu lífi, missir
gildi sitt á slíku augnabliki:
Þrjú þúsund, ef til vill fjögur
þúsund ár, eru iiðin síðan
mennskir fætur gengu síðast
um gólfið sem þú stendur á, og
samt virðist þér af ýmsum um-
merkjum sem herbergið hafi
ekki verið yfirgefið fyrr en í
gær — þarna er hálffullur
stampur af kalki, sem dyrun-
um var lokað með, sótugur
lampi, fingrafar á nýmáluðum
fleti og blómsveigur á þröskuld-
inum. Jafnvel loftið, sem þú
andar að þér, hefur ekkert
breyzt um aldaraðir; það er
sama loftið og þeir önduðu að
sér, sem lögðu múmíuna til
hinztu hvíldar.
Það er sennilega þessi til-
finning, sem grípur menn sterk-
ustum tökum í fyrstu, en síðan
kemur fögnuðurinn yfir upp-
götvuninni og hin næstum óvið-
ráðanlega löngun til að rjúfa
innsigli og lyfta lokum af öskj-
um og sú unaðslega tilhugsun,
að maður sé að bæta blaði við
7*