Úrval - 01.10.1952, Síða 58
'ímis fróðleikur —
/ stuttu máli.
„Teknikens Várld“, „Scientific American" og „English Digest“.
Og nú kemur plastbíllinn.
Bílaframleiðendumir hafa að
sjálfsögðu haft augastað á
plastefnunum, sem sífellt er
verið að taka í notkun á fleiri
sviður, allt frá fötum til hús-
bygginga. Fyrsti plastbíllinn
hefur verið smíðaður og er nú
í reynsluakstri, og ef hann reyn-
ist eins vel og menn gera sér
vonir um, er ekki ósennilegt
plastefnin valdi einnig byltingu
á þessu sviði.
Bíllinn er sem stendur í
akstri á þjóðvegum og bíla-
brautum og bröttum f jallvegum
til að sýna hvað hann þolir. Áð-
ur var hann vandlega reyndur
á braut þar sem gerðar eru
vísindalegar mælingar á titringi
og styrkleika, auk þess sem
reynt hafði verið hvernig hann
þolir högg.
Það er að sjálfsögðu vagn-
bolurinn (boddýið) sem gert er
úr plasti. Notað er tvennskon-
ar efni: vibrinpolyesterplast og
einskonar motta, ofin úr gler-
þráðum. Efni þessi eru notuð
í hlutföllunum 65:35. Vagnbol-
ur sem steyptur er úr þessum
efnum verður hálfgegnsær, en
setja má lit saman við steyp-
una. Þá fær bolurinn sama lit
allt í gegn, sem er mikill kost-
ur, eins og allir bílaeigendur
munu skilja.
Plastbolurinn er framleiddur
á eftirfarandi hátt: Notað er
steypumót úr léttmálmi. Gler-
mottan er sniðin til og lögð í
mótið. Svo er smurt yfir hana
fljótandi, kvoðukenndum plast-
massa. Hann er sjálfrennandi
og myndar jafnt lag sem fest-
ist í mottuna. Síðan er nýtt lag
af glermottu lagt ofan á og öll
þrjú lögin sett undir þrýsting
við hæfilegan hita og storknar
það þannig á einum sólarhring.
ferðin var jafn hugvitssöm og
hún var dýr.
Allt ber vott um hinn full-
komna listamann og duglega
iðnaðarmann, sem hefur jafnt í
huga leyndardóma horfinna
trúarbragða og ráðgátu dauð-
ans. Og þarna liggur loks kon-
ungurinn sjálfur fyrir framan
okkur, smurður með helgum
smyrslum og þakinn óteljandi
verndargripum og táknmynd-
um, til þess að honum megi
vegna betur í dauðaheimum.