Úrval - 01.10.1952, Page 61
I STUTTU MÁLI.
59
kostaði (að sumrinu) 7835 kr.
í stað 11.430 kr. BOAC Con-
stellation túristaflugT/élar flytja
68 farþega í stað 44 áður.
Douglas Super-Six flugvélar
Pan American flugfélagsins
hafa sæti fyrir 85 skemmti-
ferðamenn í stað 44 svefnsæta
áður.
Að eiga einkaflugvél er nú
orðið á færi fleiri en miljónara.
Hægt er að fá notaðar flugvél-
ar fyrir 6000 krónur. Allur
reksturskosnaður ætti ekki, að
áliti sérfræðinga að fara fram
úr 800 krónum á mánuði, og er
þá með talin skýlisleiga, lönd-
unargjöld, viðhaldskostnaður,
eldsneytiskostnaður og vátrygg-
ingariðgjöld. Benzíneyðsla lít-
illar flugvélar er litlu meiri
en bíls. Þrír menn geta flogið
frá London til Glasgow á þrem
stundum og eyða benzíni fyrir
105 krónur. Bíll sem ekur milli
London og Glasgow eyðir eins
miklu í benzín — og er marg-
falt lengur á leiðinni.
— English Digest.
Leikhúsmál.
í>að var í leikhúsinu. Á leiksviðinu var hinn átakanlegasti
harmleikur að gerast fyrir augum gestanna. Hver leikarinn á
fætur öðrum gaf upp öndina. Leikhúsgestir flóðu í tárum —•
allir nema einn, hann virtist ekki hið minnsta snortinn af harm-
leiknum. Þvert á móti, hann hló þvi hærra sem fleiri morð voru
framin.
Að lokum missti einn áhorfandinn, sem sat fyrir framan þenn-
an mann, þolinmæðina. Hann sneri sér við og sagði grátklökkri
röddu.
„Þér hagið yður eins og skríll. En þó að yður líki ekki leik-
ritið, þá gætuð þér að minnsta kosti lofað okkur hinum að
skemmta okkur i friði fyrir fíflalátum yðar!“
—■ Constellation.
★
Æfing skapar meistarann.
Amelia Earhart var fyrsta konan sem flaug ein yfir Atlants-
hafið og hlaut heimsfrægð fyrir. Um það leyti sem Dionne-
fimmburarnir í Kanada fæddust átti blaðamaður viðtal við
flugkonuna. Blaðamaðurinn spurði flugkonuna hvor hún teldi
að hefði unnið meira afrek, frú Dionne eða hún.
„Með nokkurri æfingu,“ sagði ungfrú Earhart, „tel ég víst að
frú Dionne mundi hafa getað gert það sem ég gerði, en ég er
hrædd um að ég gæti aldrei leikið hennar afrek eftir, hversu
mikið sem ég æfði mig.“
A. J. Bates i „Reader’s Digest”.