Úrval - 01.10.1952, Síða 64

Úrval - 01.10.1952, Síða 64
62 ÚRVAL, föðurlófann og láttu hana fara. Þetta er hennar líf, xmrndu það, ekki þitt. Ég teygði mig yfir hana og opnaði bílhurðina. Hún steig hægt út úr, sneri baki við mér og horfði upp til hússins á hæð- inni. Svo hafði verið um talað að á þessari stunöu æki ég af stað sem ekkert væri. „Jæja, vertu sæl, Sherry“, sagði ég. Hún leit við og allt í einu kviknaði þetta undursamlega ljós ástar og kímni í augum hennar. „Vertu ekki hræddur, pabbi“, sagði hún. „Ég kem aftur“. Og svo trítlaði hún upp þrep- in, upp í blátt ómæli morguns- ins. oo ic oo Játningin mín. Ég ætla að gera hér það sem enginn hefur gert á undan mér, og sem enginn mun gera á eftir mér. Ég ætla að sýna meðbræðr- um mínum mann í allri nekt sinni, og þessi maður, það er ég. ®g einn. Ég hef kannað hjarta mitt, og ég þekki mennina. Ég er ekki líkur neinum sem ég hef hitt; ég er svo djarfur að trúa því að ég sé ekki líkur neinum öðrum lifandi manni. Ef ég er ekki betri þá er ég að minnsta kosti öðru vísi en allir aðr- ir. Hvort náttúran gerði rétt eða rangt þegar hún braut það mót sem hún steypti mig í, um það skal enginn dæma fyrr en hann hefur lesið það sem ég skrifa hér. Lúðrar dómsdags mega gjalla fyrir mér, með þessa bók í hend- inni mun ég ganga fram fyrir hinn æðsta Dómara. Ég mun segja hárri röddu: „Sjá, hér er það sem ég hef gert, það sem ég hef hugsað, það sem ég var. Ég hef sagt frá hinu illa og hinu góða af jafnmikilli hreinskilni. Ég hef ekki þagað um neitt af hinu illa, og ekki bætt neinu við hið góða, og hafi ég sumsstaðar fengið einhverja skrautfjöður að láni — þá var það aðeins til þess að fylla upp í eyðu í minni mínu. Ég hef tekið sem sannleika það sem ég vissi að gat verið satt, aldrei það sem ég vissi að var ósatt. Ég hef sýnt mig eins og ég var: fyrirlitlegur og vondur þegar ég var það: góður, göfuglynd- ur og frábær þegar ég var það. Ég hef afhjúpað innri mann minn eins og þú hefur séð hann sjálfur. Eilífi guðdómur! Lát alla meðbræður mína í óteljandi flokkum safnast umhverfis mig: lát þá hlusta á játningar mínar, lát þá aumka verðskuld- unarleysi mitt, lát þá roðna af vesalmennsku minni. Lát hvern þeirra um sig afhjúpa hjarta sitt af sömu hreinskilni við fótskör hásætis þíns, og lát svo einn þeirra segja við þig, ef hann dirf- ist: „Ég var betri en þessi maður“. — Upphafið á „Játningum" Jean Jaques Rousseau (1765). Þannig mœlti maður hins nýja tíma í fyrsta skipti — fyrir tœpum 200 árum!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.