Úrval - 01.10.1952, Qupperneq 67

Úrval - 01.10.1952, Qupperneq 67
KVENNABÚR A KLÖPPUNUM 65' hann í linnulausri baráttu við ágenga flökkubrimla sem vilja ræna úr meyjarskemmu hans. í september er hann orðinn skuggi af sjálfum sér. Holdin eru horfin; hann hefur lifað á þeirri fitu sem hann safnaði áð- ur en hann kom á land um vor- ið. Hann er beinaber og húðin öll rifin og sett örum. Hið eina sem hann þráir nú er óminnis- svefn, því að hann er örmagna. Hann yfirgefur meyjarskemm- una sína, kjagar langt upp á land, leggst þar í hátt grasið og teygir úr sér í hlýrri sóli- inni. Þarna sefur hann í þrjár vikur í einni lotu ef hann er ekki ónáðaður. Kóparnir eiga heldur ekki sjö dagana sæla þetta fyrsta sum- ar sitt. Margir þeirra merjast undir í varnarstríði feðra sinna. Stundum ráfa þeir of langt og týna mæðrum sínum. Ég sá oft hungraðan kóp skríða að syf ju- legri kæpu og leggjast á spen- ann. Kæpan sneri sér við, þef- aði af kópnum, sló til hans með hreifunum og nöldraði gremju- lega. Hún kærir sig ekki um flækingsbarn. Hún er engin al- mennings mjólkurkýr. Bamið hennar þurfti alla þá mjólk sem hún gat látið í té. Ég skildi nöldrið í henni, rétt eins og hún befði talað á minni eigin tungu. Ef flækingskópurinn lét ekki segjast, varð hún bálreið, snoppungaði hann duglega og hrakti hann veinandi á brott. Venjulega fann móðirin hann fijótt. Ég sá oft móður á stjái, skimandi órólega í kringum sig, alveg eins og mannsmóðir sem er að leita að barninu sínu. „Hvert hefur hann Villi far- ið? Ég skildi hann eftir einmitt bérna þegar ég fór að fiska. Villi! Hefur nokkur séð hann Villa minn?“ Og svo gælurnar og hjalið þegar týnda barnið er fundið! Hún lagði kópinn að brjósti sér, teygði úr sér á klöppinni og lét hann drekka eins og hann lysti. Mér sýndust allir kóparnir eins, en hver móðir þekkti sitt barn, sjálfsagt þó meira af lyktinni en útlitinu. Kóparnir eru raunar hreint ekki blíðir á manninn ef því er að skipta. Ef ég tók upp kóp, hvæsti hann og blés eins og yrðlingur og reyndi að bíta mig með litlu, oddhvössu tönnunum sínum. Ég vissi ekki fyrr, að það þarf að kenna selunum að synda. Ég hélt að sundkunnátta væri þeim meðfædd eins og and- arungunum, en svo er ekki. Ég horfði oft á mæðurnar þegar þær voru að kenna þeim sund- tökin í flóðpollunum. Kópamir voru hræddir við vatnið. Þeir vildu alls ekki fara út í. Löðr- unga og hótanir þurfti til að koma þeim á flot. Stundum urðu mæðurnar að hrinda þeim út í. En eftir að þeir voru komnir út í voru þeir fljótir að komast upp á lagið. Brimlarnir yfirgefa aldrei meyjarskemmur sínar allt sum-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.