Úrval - 01.10.1952, Page 72
70
ÚRVAL
Hvað fleira er hægt að spá
um? Loftslagið á jörðinni hefur
í stórum dráttum verið hið sama
í miljarð ára og ekki er ástæða
til að ætla að meiriháttar
breytingar verði næstu ár-
miljónina. Nokkrar ísaldir gætu
valdið óþægindum, en naumast
ráðið úrslitum. Pláneturnar
renna stöðugar braut sína, sólin
heldur áfram að skína og ó-
líklegt er að það jafnvægi rask-
ist.
Eldsneytis- og orkuvanda-
málið telur Darwin alvarlegra.
Mjög er nú gengið á þann elds-
neytisforða í jörðu, sem safnast
hefur á 500 ármiljóna tímabili.
Með núverandi eyðslu mun hann
þrjóta á 5—10 öldum. I fram-
tíðinni verður mannkynið að
lifa á tekjunum en ekki höfuð-
stólnum. Vatnsorkuna mun
ekki þrjóta, en hún mun aðeins
fullnægja broti af orkuþörfinni.
Kjamorkan er eins og nú horfir
engin framtíðarlausn. Niðjar
okkar verða að leita til annarra
orkulinda — sólarljóss, vinda,
hafstrauma, gróðurs, hita í
iðrum jarðar, kalda sjávarins í
djúpum hafsins — til að bæta
úr orkuþörfinni. Útlitið er ekki,
að áliti Darwins, mjög bjart,
og mannkynið verður sennilega
að læra að komast af með
drjúgum minni orku en það not-
ar nú.
Skortur mun einnig gera vart
við sig á fleiri sviðum. Nytja-
málmar í jörðu munu ganga til
þurrðar — sumir mjög fljót-
lega. Allskonar hlutir sem
mönnum finnast nú ómissandi,
ekki aðeins til þæginda heldur
til að geta lifað, munu hverfa
þegar hráefni sem þeir eru
gerðir úr þrýtur. Gerviefni
munu koma í staðinn, en ekki
fyrir alla hluti sem við höfum
lært að meta; ekki munu gervi-
hlutirnir heldur allir reynast
sambærilegir að gæðum. Plast-
hnífapör eru óskemmtileg upp-
finning, en nothæf; skurðlækn-
istæki og vélaverkfæri úr plasti
eru ekki tilhlökkunarefni.
Meirihluti núlifandi íbúa
jarðarinnar getur með nokkrum
rétti efast um þá skoðun
Darwins að við lifum á gullöld.
Jafnvel þegnum í hinum vest-
rænu lýðræðisríkjum er leyfi-
legt að efast um að heimur
þeirra sé beztur allra heima.
En ef ekki er tekið tillit til
nokkurs misræmis í dreifingu
er maðurinn í efnalegu tilliti
betur settur en nokkru sinni
fyrr og betur en hann getur
vænzt í f jarlægri framtíð. Tíma-
bil okkar einkennist bæði af
eyðslusemi og uppfinninga-
semi; þó eyðum við meira en
við uppgötvum og þannig
minnkar höfuðstóllinn.
Ég gat þess áðan að Dar-
win væri sömu skoðunar og
Stapleton um manneðlið. Bók
hans fjallar raunar mest um
,,hið innra ástand“, þ. e. hvort
vænta megi þess að maðurinn
breyti eðli sínu á næstu ár-
miljón. Ef slíkar breytingar