Úrval - 01.10.1952, Qupperneq 83
KYNLÍF ROSKINS FÓLKS
8L
leg á fullorðinsárum sem í æsku.
Læknar verða þess þráfaldlega
varir, að konum finnst rangt
eða þær blygðast sín fyrir að
lifa kynlífi eftir frjóbrigðin, og
ao margir karlmenn halda, að
kynorku þeirra þrjóti áður en
þeir ná meðalaldri.
Þessi algeri misskilningur
hefur tíðum valdið afbrýðisemi,
grimmd og ótrúmennsku, og
eyðilagt mörg hamingjusöm
hjónabönd. En ekki er lengur
ástæða til slíks, því að til eru
nú margar óyggjandi upplýs-
ingar, sem ættu að geta eytt
áhyggjum og ótta af þessu
tagi.
Kynhvöt konunnar eftir frjó-
brigðin er venjulega jafnsterk
og fyrir þau, og stundum vex
hún jafnvel. I bók sinni Consult-
ation Room segir dr. Frederic
Loomis: „Það má merkja
greinilega endurnýjun í kynlífi
margra kvenna um fertugt, 45
ára aldur eða jafnvel fimmtugt
— glæðingu þess loga sem ef
til vill hefur verið byrgður af
erfiði og áhyggjum“. Þegar ótt-
anum um þungun er aflétt nýtur
mörg konan kynlífsins meira en
á nokkru öðru skeiði hjóna-
bandsins. Börnin eru komin upp
og hún getur gefið manninum
ást sína án þess að þurfa að
kvíða nokkru um afleiðingarnar.
Að því er karlmanninum við-
kemur þá er ótti hans við að
glata kynorku sinni oftast á-
stæðulaus. Dr. Edmund Bergler,
sérfræðingur á þessu sviði, seg-
ir: „Kynlífið fellur venjulega í
fastar skorður um fertugt og
helzt nokkurn veginn óbreytt
fram unair sjötugt eða jafnvel
lengur, ef ekki koma til sjúk-
dómar.“
Læknar benda ennfremur á,
að það skerði hvorki kynorku
né kynnautn þó að tekinn sé
eggjastokkur úr konu eða
blöðruhálskirtill úr karlmanni.
Karlmönnum er einkum nauð-
syn á að sannfærast um þetta.
Því að óttinn við að eldast er
nátengdur tilhugsuninni um
endalok kynlífsins, sem er stolt
hans og aðal.
En vitneskjan um þessi mál
er þó ekki frumskilyrði farsæls
kynlífs roskins fólks. Sú ham-
ingja er ástand sem erfitt er að
skýra og ekki verður þreifað á;
hún er byggð á holdlegri sam-
einingu, en hinn holdlegi þátt-
ur hennar verður að hef jast upp
á svið hugsana- og tilfinninga-
lífsins ef hún á að festa rætur
og dafna.. Ástalífi roskins fólks
fylgir alltof oft vitund um að
það sé óviðeigandi. Orsökin er
einkum misskilningur meðal
þess sjálfs.
Holdleg ást í sinni fegurstu
mynd hefur lengi verið talin ó-
aðskiljanleg æsku og líkamlegri
fegurð. Æskan hefur alla tíð tal-
ið hana sína réttmætu eign;
skáld og rithöfundar hafa alið
á þeirri skoðun, og roskið fólk
hefur tileinkað sér sama við-
horf. Orð unga mannsins í flug-
vélinni voru ekki annað en speg-