Úrval - 01.10.1952, Side 84
'32
CTRVAL
ilmynd af viðhorfi fullorðna
fólksins.
Það er algengt að heyra rosk-
ið fólk tala háðslega t. d. um
sextugan mann sem kvænist aft-
ur eða konu sem giftist um eða
eftir fimmtugt. En að baki háðs-
ins býr venjulega angi af af-
brýðisemi. „Á hennar aldri.. . “
segja menn háðslega — en næmt
eyra getur greint öfundina að
baki orðanna.
Það er að vísu rétt, að margt
roskið fólk hagar sér heimsku-
lega í viðleitni sinni til að njóta
kynlífsins áfram. Með sjálfu sér
trúir það því að sú nautn sé
aðeins eign æskunnar, og þess-
vegna reynir það að skrökva til
nm aldur sinn. Það verður af-
káralegt í útliti og hegðun. Það
segir af ásettu ráði skilið við
sína eigin kynslóð og reynir að
finna sér stað í yngri kynslóð.
En þetta fóik blekkir engan til
lengdar og slítur sér aðeins út
á því að reyna að keppa við
æskuþróttinn. Það eru til miklu
betri leiðir til að öðlast það sem
það sækist eftir og þroskað fólk
er farið að koma auga á þær
leiðir. F. Hugh Herbert segir i
leikriti sínu Uppskeruárin: „Er
ekki margt sem mýkist og verð-
ur betra með aldrinum ? Hyllum
hin ókomnu ár — Uppskeru-
árin.“
Dr. Bergler, sem áður var
nefndur, hefur sagt: „Kynlífinu
eru engin aldurstakmörk sett.“
Þetta þurfa allir að fá að vita,
helzt sem yngstir.
Á þessum grundvelli getur
sérhver einstaklingur, karl eða
kona, byggt kynlíf sitt óttalaus
og með góðri samvizku. Það
mun breytast eftir því sem ár-
in líða, en því þarf aldrei að
hnigna. Því að með aldrinum
vex það að vizku og reynslu,
verður óeigingjarnara og fág-
aðra. Holdleg fegurð þess verð-
ur kannski ekki eins mikil um
sextugt og í æsku, en tilfinn-
ingahlið þess getur orðið jafn-
vel enn unaðslegri. Það verður
hluti af lífskoðun jafnframt því
sem það varðveitir hina skáld-
legu hlið sína, og verður þess-
vegna minna háð útliti en meira
skapgerð.
„Kynlífið," skrifaði skáld-
sagnahöfundurinn D. H. Law-
rence, „innibindur allt samlíf
karls og konu. Það samlíf er
ævilöng breyting og ævilangt
ferðalag. Um stundarsakir get-
ur kynhvötin horfið með öllu.
En samlífið streymir áfram eigi
að síður — allt til æviloka.“
¥
Tvennskonar fiæg'ð.
Sonur Einsteins og Chaplin voru að tala saman og barst sam-
talið að frægð manna. „Frægðin er undarleg," sagði sonum Ein-
steins við Chaplin. „Þér eruð frægur af því að allir menn skilja
yður, en faðir minn er frægur af því að enginn skilur orð af
því sem hann segir.“ — Evening Standard.