Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 85
Sjáífsstjórn i skólum.
Grein úr „Vi“,
eftir A. S. Neill.
HIÐ EINA sem hugsanlegt
er að komið geti í stað vald-
boðs hinna fullorðnu í skólun-
um, er valdboð samfélagsins,
þ. e. sameiginlegt vald kenn-
ara og nemenda. I þessu er
sjálfsstjómin í skóla mínum,
Sumarhól, fólgin. Á hverju
laugardagskvöldi komum við
saman á almennan skólafund
(General Meeting). Fundar-
stjóri er oftast drengur eða
stúlka, tólf ára eða eldri, sem
kosinn er á hverjum fundi. All-
ir hafa atkvæðisrétt, og atkvæði
fimm ára barns er jafngilt at-
kvæði mínu. Að sjálfsögðu eru
orð mín þyngri á metaskálun-
um en orð lítils barns, en þó
kemur það mjög oft fyrir, að
meirihlutinn greiðir atkvæði
gegn tillögum mínum. Skóla-
fundimir setja lög og sjá um að
þeir sem gerast brotlegir við
þau fái einhverja refsingu . . .
lága sekt sem raunar er aðeins
tákn refsingar. Ekki eru þó öll
mál útkljáð með atkvæða-
greiðslu. Við berum ekki mat-
seðilinn undir skólafund og
heldur ekki ráðningu kennara.
En í flestum öðrum málum
er það samfélagið sem tek-
A. S. NEILL er 68 ára gamall,
skozkur aS ætt, oftast klæddur í blá-
ar buxur og tiglótta skyrtu, opna í
hálsinn, leikur golf sér til skemmt-
unar, dundar við málmsmíði í heima-
verkstæði sínu og er jafnblátt áfram
og mannlegur við hvern sem hann
kemst í kynni við. Fyrri kona hans
dó á stríðsárunum, en með síðari
konunni á hann fimm ára dóttur.
Árð 1921 átti hann þátt I stofnun
alþjóðaskóla í nánd við Dresden, en
hvarf aftur til Englands 1924, og
stofnaoi ásamt fyrri konu sinni
,,frjálsan“ heimavistarskóla, sem
hann nefndi Sumarhól (Summerhill),
á suðurströnd Englands. Skólinn
skyldi vera lítið samfélag þar sem
börnin fengju aS vaxa upp í frjálsu
og ástríku umhverfi, án þvingunar,
ótta eða refsinga. Nemendur skólans
voru i byrjun fimm en tífölduðust
á tíu árum, auk þess sem þangaó'
komu gestir og kennarar til náms
víðsvegar að úr heiminum. Árið 1927
flutti skólinn til Leiston á austur-
ströndinni og þar er hann nú. Sumar-
hóll nýtur ekki opinbers styrks, en
hefur hlotið viðurkenningu sera
einkaskóli. Neill hefur slcrifað 15
bækur. Af þeim hafa komið út á
sænsku: Problembarnet, Problem-
föraldrar, Min förskrackliga skola,
Problemldraren, Hjdrta eller lijdma i
skolan og Problemfamiljen.
ur ákvarðanir. Prinsessa heldur
brúðkaup næsta mánudag, eig-