Úrval - 01.10.1952, Side 90
■88
ÚRVAL
að beita sín um of þó að eldri
nemendumir séu með. Ég greiði
vatnið, sem skólinn notar, eftir
mæli, sem er dýrt og verð ég
þá stundmn að kvarta á fund-
unum yfir því að menn láti
renna úr krönunum að óþörfu.
En börnin eiga erfitt með að
festa hugann við slíka smámuni
og ganga framhjá rennandi
krana án þess að taka eftir hon-
um. Matseljan okkar kvartar
líka stimdum yfir því að ódrjúg-
lega sé farið með matinn, en
nemendurnir gera sér litla
grein fyrir því.
Enn eitt aðvörunarorð: notið
aldrei vald hins fullorðna til
að beina samþykkt skólafundar
þangað sem þér óskið! Ég hef
heyrt gáfaðan kennara flytja
mál sitt svo sannfærandi að
hann fékk fundinn til að sam-
þykkja lög sem voru vanhugs-
uð og óheppileg. Fyrir mitt
leyti kýs ég stundum að segja
álit mitt þegar allir aðrir hafa
látið sitt álit í ljós, blátt áfram
af því að reynsla mín og hæfi-
leiki til rökréttrar hugsunar er
meiri en barns. En kennari sem
hefur tilhneigingu til að beita
valdi í starfi sínu ætti að leggja
niður kennslustarfið og gerast
götusali, því að slíka menn er
hættulegt að hafa í skóla.
Síðustu forvöð.
Síminn hringdi í skrifstofu vátryggingarféiags. 1 símanum var
kona og var henni mikið niðri fyrir. ,,Ég þarf að brunatryggja
húsið mitt. Get ég ekki gert það gegnum símann ?“ spurði hún.
„Ég er hræddur um ekki, en við skulum senda mann til yðar.“
„Ég þarf að gera það strax,“ sagði konan æst, „það er kvikn-
að í húsinu." — Peterborough Examine.
★
f kennsiustund.
Kennslukonan hafði verið að segja börnunum söguna af synda-
flóðinu og örkinni hans Nóa.
„Jæja, börnin min,“ sagði hún þegar hún hafði lokið sögunni.
„Hvað haldið þið nú að Nói hafi gert sér til dægrastyttingar 1
örkinni ?“
Enginn svaraði. „Dettur ykkur ekkert í hug?" Ekkert svar.
„Eg gæti t. d. ímyndað mér að hann hefði eytt margri stund
við að dorga íyrir fiski," sagði kennslukonan.
„Ne-ei,“ sagði einn nemandinn, „það held ég ekki.“
„ Af hverju ekki?“ spurði kennslukonan.
„Hann hafði ekki nema tvo maðka til beitu," sagði snáðinn.
— Irish News.