Úrval - 01.10.1952, Side 93
KNUT HAMSUN
91
safninu Det vilde kor, 1904)
byrjar á þessum ljóðlínum:
Nu, ridder, er tiden at komme
til bage!
Vort liv smittes ned av
arbeiderkrapyl,
av fredspratets plage,
av kvinnesakshyl.
Vor jord blev den lumreste
ulddyds asyl.
Arbeiderkrapyl (krapyl = ill-
þýði) skrifar maðurinn sem
sjálfur var verkamaður mörg
æskuár sín.
En Hamsun þjáðist aldrei af
samábyrgðartilfinningu. Hon-
um fannst hann vera einn hinna
útvöldu (og var það líka, sem
verður að minnsta kosti að telj-
ast honum til nokkurra máls-
bóta). Að hann yfirleitt þoldi
félagsskap þeirra lagsmanna
sem hann af tilviljun eignaðist
á lífsleiðinni átti hann án efa
að þakka kímnigáfu sinni.
í grein í Morgenbladet 1915
er Hamsun ómyrkur í máli. Ung
stúlka hafði myrt barn sitt og
hlaut átta mánaða fangelsi.
Margir fylltust gremju. Hamsun
skrif aði:
Hengið báða foreldrana, afmáið
þá! Hengið fyrsta hundraðið, því að
það er engin von um þá. Pyrsta
hundraðið, það vekur virðingu ...
Uíkurnar á langri refsivist veita
gott aðhald, en hengingarólin ein
herðir að svo um munar ...
í skáldsögunum Börn av iiden
{1913), Gróður jarðar (Markens
gröde) (1917) og fleiri ber æ
meira á ættföðurlegri lífsskoð-
un. Jarðvegurinn hjá Hamsun
var plægður og herfaður þegar
Hitler kom og sáði. Hitler boð-
aði einmitt meðal annars ætt-
feðravaldið í strangasta formi.
*
Þetta var um hið rökrétta
samhengi. En það eru aðrar
hvatir sem láta sín getið, og
þær eru kannski fullt eins mik-
ilvægar.
Segjum að Hamsun hafi á
hernámsárunum sýnt rönguna
á eðli sínu — næstum tak-
markalausa þrákelkni og liörku,
og svo mikla innri heyrnar-
deyfð, að sú ytri, sem stuðlað
hafði að einangrun hans, gat
virzt næsta lítilvægt líkamlegt
sjúkdómseinkenni. En það var
einmitt þessi sama þrákelkni
sem hjálpaði honum gegnum
erfiðleika æskuáranna, og sem
réði því að hann hélt fast í
skáldadrauminn þrátt fyrir sult
og neyð og erfið námsár og
þræddi síðan braut sína til
skáldlegrar snilli með öryggi
svefngengilsins.
Þrákelkni var ein af lyndis-
einkunnum Hamsuns. Tvær aðr-
ar voru — þótt undarlegt kunni
að virðast — óvenjuleg tryggð
og hollusta. Hann gleymdi
aldrei því sem vel var gert til
hans.
Hann hafði fulla ástæðu til
að vera Þýzkalandi þakklátur.
Þegar á síðasta tug fyrri aldar
hafði hann eignast lesendahóp
þar, hann lifði bókstaflega á
Þýzkalandi í fjölda mörg ár —