Úrval - 01.10.1952, Side 96
94
ÚRVAL
gaf hann okkur snilldarverk
sín: Sult, Pan, Að haustnóttum,
(Under höststjærnen), Segel-
foss By, Gróður jarðar — þau
eru fjölmörg.
Með þessum hluta af sér
sýndi hann aftur og aftur hæfi-
leika listamannsins til endur-
nýjunar. Sjötugur sló hann á
nýja strengi og skrifaði Land-
strykere, sem ef til vill er auð-
ugust og þelhlýjust allra skáld-
sagna hans, og geymir einhverja
fíngerðustu og nærfærnustu
ástarsögu sem nokkru sinni hef-
ur verið skrifuð. Bókin er í
mannlýsingum og skáldskap
undursamlegt kraftaverk.
Sigrid Undset sagði einu
sinni: „Allur skáldskapur Ham-
suns stefnir í rauninni að því
einu að söguhetjan komist upp
í rúm hjá konu af yfirstéttinni“.
Slíka fjarstæðu getur skyn-
söm manneskja látið sér um
munn fara þegar andúðin verður
of sterk.
Eros fyllir skáldskap Ham-
suns. Að nokkru leyti eros kyn-
ólguskeiðsins — við skulum
ekki neita því.
*
Maður getm- freistast til að
segja að aldrei hafi fæðzt í
Noregi maður búinn jafnríku-
legum kostum og Knut Hamsun.
Fagur sem goð, sterkur sem risi,
með heila sem nam allt, og lista-
mannssál sem rúmaði öll geð-
brigði, frá minnstu og fíngerð-
ustu geðshræringum til hinna
mestu og máttugustu. Átrúnað-
argoð vina, eftirlæti kvenna.
Síðustu ár sín einhver mesti
einstæðingur meðal manna —
einn og yfirgefinn eins og Lear
konungur á heiðinni.
í sjálfumgleði sinni þáði hann
sjaldan ráð annarra. En skyldi
honum ekki stöku sinnum hafa
dottið í hug kvæði sem hann
orti sjálfur í æsku? Höstdag
heitir það, og síðasta erindið
hljóðar þannig:
O höst, du er skjönhets væld.
Du tænder pá himlen det ildalfabet,.
som fordum blev tydet av
prest og profet,
nu leder hver vandrer ved kvæld.
Du skabningens slummer,
du milde pause
o mátte jeg ende som du, idet tause,
nár dagen kommer pá hæld.
Og þó.
1 hárri elli eftir styrjöldina
skrifaði Hamsun bók, Gras-
grónar götur („Pá gjengrodde
stier“), sem í framtíðinni verð-
ur ef til vill talið merkilegasta
verk hans. Sem ávöxtur mikilla
hæfileika er þessi bók krafta-
verk — með hliðsjón af öllu
fyllilega sambærileg við þau
kraftaverk sem sami maður
vann í æsku og á beztu mann-
dómsárum sínum. Þegar að því
kemur að skáldið og maðurinn
Hamsun verður metinn að nýju
— og það er ekki öldungis víst
að við hin stöndum þá með allan
pálmann í höndunum — þá held
ég þessi síðasta bók verði ein
mikilvægasta heimildin.