Úrval - 01.10.1952, Síða 99
A FYRIRLES TRARFERÐ
IJr „Oplevede Smaating“,
eftir Knut Hamsun.
_r
Í^G ætlaði að halda fyrirlest-
* * ur um nútímabókmenntir í
Drammen. Ég hafði ákveðið að
afia mér tekna á þennan hátt,
því að ég var í peningakrögg-
um, og þetta þurfti ekki held-
ur að kosta mig neina teljandi
fyrirhöfn. Einn fagran síðsum-
ardag sit ég því í lestinni á
leið til þessa ágæta bæjar.
Þetta var árið 1886.
Ég þekkti enga lifandi sál í
Drammen og enginn þekkti
mig. Ég hafði ekki heldur aug-
lýst fyrirlesturinn í blöðunum;
en fyrr um sumarið, þegar svo
vildi til að ég var allvel f jáður,
hafði ég látið prenta fimm
hundruð nafnspjöld og þeim ætl-
aði ég nú að dreifa í hótel,
veitingastaði og stærri verzlan-
ir, til þess að vekja athygli
fólks á atburðinum. Að vísu
voru spjöldin ekki alveg eftir
mínum smekk, það var prent-
villa í nafninu mínu, en með
góðum vilja hlutu menn að
geta ráðið í að það var átt við
mig. Og auk þess var nafn mitt
algerlega óþekkt, svo að prent-
villa gerði hvorki til né frá.
Meðan ég var í lestinni at-
hugaði ég fjárhagsástæður mín-
ar. Það dró enganveginn úr mér
kjarkinn. Ég var vanur að
bjarga mér peningalítill eða
peningalaus. Raunar var ég
ekki nógu efnaður nú til þess
að geta komið fram svo sem
samboðið var hinu fína, list-
ræna erindi mínu til hins
ókunna bæjar; en með spar-
semi skyldi mér takast að ljúka
ætlunarverki mínu. Ekkert
óhóf! Hvað matinn snerti þá
gat ég læðst niður í kjallarana
i rökkrinu á kvöldin og fengið
hann þar, og í stað þess að búa
á hóteli ætlaði ég að leita uppi
einhvern „gististað fyrir ferða-
menn“. Og var um nokkur önn-
ur útgjöld að ræða?
Ég sat í lestinni og las fyrir-
lesturinn minn. Ég ætlaði að
tala um Alexander Kielland.
Samferðamenn mínir, nokkr-
ir kátir bændur sem höfðu ver-
ið í Kristianiu, létu flösku
ganga á milli sín; þeir buðu
mér líka bragð, en ég afþakk-
aði. Seinna endurtóku þeir
boðið oft eins og ölvað fólk og
velviljað er vant að gera; en
ég skipti mér ekkert af þeim.
Loks skildist þeim víst af fram-
komu minni og hinum mörgu
athugasemdum sem ég skrifaði,
að ég væri lærður maður sem.