Úrval - 01.10.1952, Qupperneq 102
100
ÚRVAL
Það hefur einmitt verið aug-
lýst töfrabragðasýning í al-
þýðuhúsinu, og þar verða bæði
apakettir og villidýr.
Þá brosti ég og leit á mann-
inn. Hann virtist meina það
sem hann sagði og ég gaf hann
alveg upp á bátinn.
Hve mikið viljið þér fá fyrir
skálann ? spurði ég stuttur í
spuna.
Átta krónur, svaraði hann.
Annars verður leiga á skálan-
um að samþykkjast á stjórnar-
fundi, þar sem allir stjórnar-
rnenn eru viðstaddir. Þér getið
áreiðanlega fengið ákveðið svar
eftir tvo daga; en ég held að
mér sé óhætt að lofa yður saln-
um strax.
Ég reiknaði í snatri saman
í huganum: biðdagana tvo taldi
ég þriggja króna útgjöld, skál-
ann átta, það voru samtals
eilefu; aðgöngumiðasalinn ein,
það urðu tólf. Tuttugu og fjór-
ir áheyrendur á fimmtíu aura
hver gátu þannig jafnað út-
gjöldin; þau eitt eða tvö hundr-
uð manns sem kæmu að auki
yrðu því hreinn ágóði.
Ég tók tilboðinu.
Ég fann hótelið og gekk inn.
Stúlka spurði:
Viljið þér fá herbergi á fyrstu
eða annarri hæð?
Ég svaraði rólega og blátt
áf ram:
Ég vil fá ódýrt herbergi, það
ódýrasta sem þér hafið.
Stúlkan virðir mig fyrir sér.
Var ég einhver æringi sem gerði
sér að leik að tala um ódýrt
herbergi? Var það ekki ég, sem
hafði spurt þjóninn hvort ekki
væri vín með matnum? Eða
kom ég bara svona hæversklega
fram til þess að koma hótel-
inu ekki í vandræði? — Hún
opnaði dyr. Ég tók viðbragð.
Jú það er laust, sagði hún,
handa yður. Farangur yðar er
kominn inn í það. Gerið þér svo
vel!
Hér var ekkert undanfæri, ég
gekk inn. Þetta var langfínasta
herbergið í hótelinu.
Hvar er rúmið?
Þarna, það er svefnsóffi. Við
getum ekki látið rúm standa
hér inni. En sóffanum er breytt
í rúm á næturnar.
Stúlkan fór.
Ég komst í slæmt skap. Og
þarna stóð pokaræfillinn minn
í þessu umhverfi. Og skórnir
mínir höfðu látið meira en lítið
á sjá á hinni löngu göngu á
þjóðveginum. 1 stuttu máli sagt
ég bölvaði.
Samstundis rekur stúlka höf-
uðið inn úr dyrunum og spyr:
Óskið þér einhvers?
Sko til, ég mátti jafnvel ekki
segja aukatekið orð án þess að
heill hópur af þjónum þyrptust
að!
Nei, svaraði ég höstugt. Ég
vil fá tvær brauðsneiðar.
Hún lítur á mig.
Ekki neitt heitt?
Nei.