Úrval - 01.10.1952, Page 104
102
ÍTRVAL
grikk! Tvær krónur og sjötíu
aurar, það var allt og sumt!
Smáræði, drykkjuskildingur
sem ég gat gefið stúlkunni fyr-
ir hárnálum! Ég henti nokkr-
um krónum á borðið, — ennþá
einni. Þér megið sjálf eiga af-
ganginn! Gerið þér svo vel, góða
mín!
Maður varð að vera rausnar-
legur. Ekki svo að skilja að
þessi stúlka ætti viðurkenningu
skilið. Sjaldgæf stúlka, tilfinn-
ingamanneskja, sem hafði hafn-
að í hóteii í Drammen og var
ofurseld duttlungum ferða-
manna. Slíkar konur fæðast
ekki framar, tegundin er út-
dauð. Hvílíka umhyggju sýndi
hún mér ekki til síðustu stund-
ar þegar henni var Ijóst að
hún stóð andspænis ríkum
manni.
Pilturinn heldur á farangr-
inum yðar.
Alls ekki! AIls ekki! svaraði
ég til þess að gera henni ekki
ónæði. Slíkum hégóma sem
ferðapoka. Og þar á ofan svona
lélegum ferðapoka. Ég skal
segja yður eitt, hann hefur fylgt
mér á öllum mínum fyrirlestra-
ferðum, ég vil ekki fá mér ann-
an, ég er svona gerður.
En það stoðuðu engar mót-
bárur, pilturinn beið þegar fyrir
utan. Hann einblíndi á pokann
minn þegar ég kom út. Ó, hvem-
ig svona piltur getur horft á
svona ferðapoka og iðað í
skinninu af löngun til að ná taki
á honum!
Ég skal bera hann, sagði
hann.
Hafði ég ekki sjálfur þörf
fyrir peningana sem ég átti eft-
ir? Var óhætt að gera ráð fyrir
nokkrum ágóða af fyrirlestr-
inum? Ég var staðráðinn í að
bera pokann minn sjálfur.
En pilturinn var þegar bú-
inn að taka hann upp. Þessi
frámunalega umhyggjusama
manneskja virtist ekki líta á
hann sem neina byrði, það leit
ekki út fyrir að honum kæmu
laun í hug, hann bar hann af
svo mikilli umhyggjusemi, hann
virtist geta fórnað lífinu fyrir
þann sem átti slíkan ferðapoka.
Kyrr! hrópaði ég og hann nam
staðar. Hvert ætlið þér eigin-
lega með pokann?
Þá brosti pilturinn.
Það verðið þér sjálfur að
ákveða, svaraði hann.
Það er rétt, sagði ég. Því ræð
ég sjálfur. Það kemur yður ekki
við.
Ég vildi undir engum kring-
umstæðum dragnast með hann
lengur, við höfðum farið fram-
hjá „Gististað fyrir ferðamenn“
í kjallara og í þessum kjallara
ætlaði ég að leita gistingar. En
ég vildi ekki láta mann frá öðru
hóteli vera við það riðinn; ég
ætlaði að læðast þangað niður
einsamall.
Ég tók upp fimmtíueyrmg og
fékk piltinum.
Hann hélt hendinni útréttri
engu að síður.