Úrval - 01.10.1952, Page 109
Á FYRIRLESTRARFERÐ
107
'skömrn, og reikaði viljalaus eft-
ir götunum og hugsaði ekkert
um hvar ég var staddur. Til
þess að kóróna ólánið bættist
það líka við að ég hafði ekki
íengur peninga til að komast
aftur til Kristianiu.
Það hélt áfrarn að rigna.
Ég var staddur fyrir utan
stóra byggingu; ég sá frá göt-
unni uppljómaðan miðasölu-
glugga inni í ganginum. Þetta
var alþýðuhúsið. Öðru hvoru
kom einhver, sem var orðinn
of seinn, keypti sér aðgöngu-
miða f miðasölunni og hvarf
inn um stóru salardyrnar. Ég
spurði miðasalann hve margt
væri inni. Það var næstum fullt
hús.
Forstjóraskrattinn hafði
sigrað míig með yfirburðum.
Svo læddist ég heim til mín í
kjallarann. Ég fékk mér hvorki
bita né sopa, en laumaðist í
rúmið.
Um nóttina var barið að dyr-
um hjá mér og maður kom inn.
Hann hélt á kerti í hendinni.
Það var forstjórinn.
Hvernig gekk það með fyrir-
lesturinn? spurði hann.
Ef öðruvísi hefði staðið á
myndi ég hafa fleygt mannin-
um út, nú var ég of niðurbeygð-
ur til þess að geta tekið mann-
lega á móti og þess vegna sagði
ég bara að ég hefði frestað
fyrirlestrinum.
Hann brosti.
Þetta var ekkert veður til ad
halda fyrirlestur um fagrar
bókmenntir, útskýrði ég. Hann
hlaut að sjá það sjálfur.
Hann hélt áfram að brosa.
Þér ættuð bara að vita hve
hræðilega loftvogin hefur fallið,
sagði ég.
Það var troðfullt hús hjá
mér, sagði hann. Annars var
hann hættur að brosa, baðst
meira að segja afsökunar á því
að hann hefði ónáðað mig.
Hann þurfti að tala við mig.
Erindi hans var meira en
lítið smáskrítið: hann var enn
kominn til þess að bjóða mér
stöðu sem ræðumaður við sýn-
ingar sínar.
Ég varð stórhneykslaður og
bað hann fyrir alla muni að
trufla ekki lengur nætursvefn
minn.
í stað þess að fara settist
hann á rúmstokkinn hjá mér
með kertið í hendinni.
Það sakar ekki að ræða mál-
ið, sagði hann. Hann sagði að
allir þekktu Drammensbúann,
sem hann hafði ráðið til að
„lýsa dýrunum“. Hann sjálfur
— forstjórinn — hafði gert af-
skaplega lukku með töfrabrögð-
um sínum; en Drammensbúinn,
ræðumaðurinn, hafði eyðilagt
allt fyrir honum. Sko, þetta er
hann Björn Pedersen, hrópuðu
menn; hvar hefur þú náð í
þennan greifingja? En Björn
Pedersen útskýrði samkvæmt
sýningarskránni að þetta væri
alls ekki greifingi, heldur afri-
könsk hýena, sem þegar hefði
etið þrjá trúboða. Þá hrópuðu