Úrval - 01.10.1952, Page 110
108
IjRVAL
menn upp í reiði að hann væri
að gera gys að þeim. Ég skil
það ekki, sagði forstjórinn, ég
hafði svert hann vel í framan
og sett á hann stóra hárkollu;
en samt þekktu þeir hann.
En þetta kom mér ekki skap-
aðan hlut við og ég sneri mér
til veggjar.
Hugsið yður um! sagði for-
stjórinn áður en hann fór. Það
gæti komið til mála að ég hækk-
aði mig í sex krónur fyrir
kvöldið ef þér leystuð starf yð-
ar vel af hendi.
Aldrei skyldi ég lúta svo lágt
að taka slíku tilboði! Maður
hafði þó einhverja sómatilfinn-
ingu.
*
Daginn eftir kom forstjórinn
til mín og bað mig að líta á
fyrirlestur, sem fjallaði um dýr-
in. Hvort ég vildi leiðrétta hann
hér og þar og lagfæra málið;
hann myndi borga mér fyrir
það, ég skyldi fá tvær krónur.
Ég tók þetta starf að mér
þrátt fyrir allt. Það var ekki
nema greiði við manninn og
þetta var líka einskonar starf í
þágu bókmenntanna. Þar að
auki þurfti ég á þessum tveim
krónum að halda. En ég bað
hann þess lengstra orða að
segja engum frá þessari aðstoð
minni.
Ég vann allan daginn, endur-
samdi fyrirlestuhinn frá upp-
hafi til enda, lagði mikla til-
finningu og mikla fyndni í
þessa lýsingu, notaði mikið af
líkingum og varð æ niðursokkn-
ari í starf mitt. Það var reglu-
leg snilld að gera svona mikið
úr nokkrum dýravesalingum.
Þegar ég las erindið upp um
kvöldið fyrir forstjórann hafði
hann aldrei heyrt annan eins
fyrirlestur á ævi sinni, slík
áhrif hafði ræðan á hann. Hann
lét mig fá þrjár krónur í viður-
kenningarskyni.
Ég varð bæði glaður og
hrærður. Ég fékk aftur trú á.
bókmenntalegri köllun minni.
Bara að ég hefði nú góðan
mann til að flytja þennan fyrir-
lestur! sagði forstjórinn. Sá
maður er ekki til hér.
Ég fór að hugsa málið. Það
var í rauninni grátlegt að láta
einhvern náunga af sama sauða-
húsi og Björn Pedersen fá
svona frábæra ræðu og eyði-
leggja hana með lélegum flutn-
ingi. Ég mátti ekki til þess
hugsa.
Ég gæti kannski flutt fyrir-
lesturinn með vissum skilyrð-
um, sagði ég.
Forstjórinn tók viðbragð.
Hvaða skilyrðum? Ég borga
yður sjö krónur, sagði hann.
Já það er gott. En aðalatrið-
ið er að enginn nema við tveir
fái vitneskju um hver ræðu-
maður yðar er í raun og veru.
Því lofa ég.
Já, því að þér hljótið að
skilja, sagði ég, að maður með
mitt lífsstarf getur varla ver-
ið þekktur fyrir að halda fyrir-
lestur um dýr.