Úrval - 01.10.1952, Side 112
110
ÚRVAL
Sýningin hófst fyrir fullu
húsi, töframaðurinn lék listir
sem engin leið var að botna í;
hann dró vasaklúta út úr nef-
inu á sér, fann laufgosa í vasa
gamallar konu niðri í salnum,
lét borð bruna eftir gólfinu án
þess að það væri snert; loks
breyttist forstjórinn í anda og
sökk niður úr gólfinu gegnum
lúkugat. Áhorfendur íognuðu
og stöppuðu ákaft í gólfið. Nú
kom röðin að dýrunum. For-
stjórinn leiddi þau sjálfur inn,
hvert á eftir öðru, og ég átti
að lýsa þeim.
Þegar búið var að sýna
skjaldbökuna voru aðeins land-
aýrin eftir, og ég byrjaði á því
að segja frá Nóa sem tók með
sér eitt par af öllum dýrum sem
ekki gátu lifað í vatni. En
kynningin gekk fremur illa, á-
horfendurnir voru orðnir dauf-
ir í dálkinn. Safalinn og mörð-
urinn fengu verri undirtektir en
þeir áttu skilið, enda þótt ég
segði meira að segja frá því hve
mörgum af þessum dýrmætu
skinnum drottningin af Saba
hefði klæðzt, þegar hún fór að
heimsækja Salómon. En svo
fannst mér sem breyting færi
að verða til hins betra; frásagn-
imar úr biblíunni og brenni-
vínsstaupin tvö höfðu þau áhrif
á mig að ræða mín varð lit-
auðug og fögur, ég hætti að fara
eftir handritinu, en talaði frá
eigin brjósti, og þegar ég lauk
máli mínu hrópuðu margar
raddir niðri í salnum bravó fyr-
ir mér og allir klöppuðu.
Það er staup á bak við for-
tjaldið! hvíslaði forstjórinn að
mér.
Ég fór og fann staupið.
Flaskan stóð við hliðina á því.
Ég settist á stól andartak.
Á meðan leiddi forstjórinn
fram nýtt dýr og beið eftir mér.
Ég fékk mér aftur í glasið og
settist. Forstjóranum hefur lík-
lega þótt biðin of löng, hann
fór sjálfur að lýsa dýrinu á
sínu hræðilega hrognamáli og
ég heyrði mér til skelfingar að
það var hýenan, sem hann var
að lýsa, hann mismælti sig
meira að segja og kallaði hana
greifingjann. Þá reiddist ég og
gekk fram á sviðið, ýtti for-
stjóranum til hliðar með hend-
inni og tók sjálfur orðið.
Ilýenan var tromp sýningar-
innar, ég varð að vera mælsk-
ari en nokkru sinni fyrr til þess
að bjarga því, og allt frá því
er ég kom fyrst inn og stjakaði
forstjóranum frá með hendinni
voru áhorfendurnir á mínu
bandi. Ég afneitaði forstjóran-
um, sagði að hann hefði aldrei
séð hýenu á ævi sinni og svo
fór ég að lýsa hve óguðlegu
lífi slíkt villidýr lifði. Brenni-
vínið hafði áhrif, ég varð grip-
inn taumlausri hrifningu; ég
heyrði sjálfur að orð mín urðu
ástríðufyllri og ofsalegri, en
hýenan stóð við fætur forstjór-
ans og deplaði þolinmóð örsmá-
um augum sínum. Haldið fast