Úrval - 01.10.1952, Síða 116
SKDÐANAKÚNNUNIN.
Itrekunin til lesenda í síðasta
hefti um að svara spurningunum
sem íyrir þá voru lagðar, bar
ekki mikinn árangur. Rúm tíu
svör bárust til viðbótar, og er
heildartala þeirra nú 59. Er hér
með sleginn botninn í þessa skoð-
anakönnun, sem því miður upp-
fyllti hvergi nærri þær vonir er
við hana voru tengdar.
En þótt varhugavert sé að draga
ályktanir af þessum tiltölulega fáu
svörum um smekk og hugðarefni
lesendanna almennt, gefa þau eigi
að síður ýmsar athyglisverðar
vísbendingar. Og þegar þar við
bætist, að ýmsir þeir sem svöruðu
skrifuðu jafnframt bréf til frek-
ari skýringa, telur ritstjórinn sig
hafa orðið nokkurs visari um les-
endurna.
Hinum megin á þessu kápu-
blaði er tafla, sem sýnir í aðgengi-
legu formi niðurstöður skoðana-
könnunarinnar. Skal nú farið um
þær nokkrum orðum. Pyrst er að
skýra töfluna. Fyrstu 5 dálkarnir
sýna hve oft lesendurnir hafa kjör-
ið greinarnar sem 1., 2., 3., 4. og
5. grein og eru tilgreindar þær 7
greinar í hverju hefti, sem flest
hlutu atkvæðin. 6. dálkur sýnir
samanlagt atkvæðamagn hverrar
greinar. 1 7. dálkinum er heildar-
atkvæðamagn, sem fengið er þann-
ig að beztu grein eru gefin 5 at-
kvæði, 2. grein 4 atkv., 3. grein
3 atkv., 4. grein 2 atkv. og 5. grein
1 atkv. Atkvæðin um efnisflokk-
ana (5. spurningin) eru eins flokk-
uð, og einnig atkvæðin um „bæk.
urnar“ (4. spurn.) og „efni á
kápu“ (6. spurn.), nema að þar
eru flokkarnir aðeins þrír.
Athyglisverðast við svörin, sem
raunar kemur ekki skýrt fram I
því úrtaki, sem taflan sýnir, er
hve smekkur lesendanna er breyti-
legur. I öllum þrem heftunum er
aðeins ein grein, sem einhver tel-
ur ekki í hópi fimm beztu grein-
anna í hveru hefti. Allar hinar
fá atkvæði. Að sjálfsögðu mis-
jafnlega mörg, en þó er munur-
inn minni en við hefði mátt bú-
ast. I 3. heftinu hefur engin grein
færri en 16 heildaratkvæði (sbr.
7. dálkur í töflunni), í 2. hefti
engin færri en 10 og 1. hefti engin
færri en 7 atkvæði (ef frá er tal-
in greinin „Hversvegna tízkan
breytist", sem fékk ekkert at-
kvæði). Úm efnisflokkana eru enn
skiptari skoðanir, eins og taflan
sýnir. Þó fær flokkurinn „Nýj-
ungar í tækni og vísindum" lang-
flest atkvæði, en munurinn á hin-
um er tiltölulega lítill, nema þá
helzt þeim síðasta: „Alþjóða-
stjórnmál", sem fær fæst atkvæði.
Um svörin við 9. og 10. spurn-
ingu er þetta að segja: Lesendur
að hverju eintaki eru 3—4, eða 200
að þessum 59 heftum, 120 karlar
og 80 konur. Yngsti lesandinn er
11 ára drengur og sá elzti níræð
kona. 11—20 ára eru 46, 21—30
ára eru 55, 31—40 eru 30, 41—50
eru 27, 51—60 eru 29, 61—70 eru
8, 71—80 eru 3 og 81—90 eru 2.
Meðalaldur lesendanna er 35 ár.
— Af þeim sem svöruðu, stunda
11 landbúnaðarstörf, 11 eru nem-
endur, 10 skrifstofustörf, 7 iðnað-
armenn, 6 verkamenn, 6 kennarar,
4 sjómenn, 1 húsmóðir, 1 læknir
og 1 tónlistarmaður.
Skal svo ekki fjölyrt meira um
þetta, en lesendur geta skemmt
sér við að bera þessar niðurstöð-
ur saman við eigin skoðanir og
smekk.
3TCINDDRSPRENT H.F.