Úrval - 01.08.1955, Side 9
STÖRBORGIN ER ORÐIN tíRELT
7
:að flytja þær út fyrir borgirnar.
Og þegar hér er komið þró-
uninni, er orðin gagnger breyt-
ing á útborginni. Hún er ekki
lengur einskonar fylgihnöttur
stórborgarinnar, sem um af-
komu sína er háð henni. Hún
er orðin sjálfstæð heild, sem
getur lifað sínu eigin lífi.
Mörg dæmi um myndun slíkra
borga má sjá í þeim hluta Am-
eríku þar sem efnahagsþróunin
er örust: í Kaliforníu. Aki mað-
ur suður frá San Francisco eft-
ir þjóðveginum, sem ber hið
stolta nafn E1 Camino Real
(Kóngsvegur), þá fer maður
framhjá röð þessara nýtízku
borga, sem byggðar eru á bíla-
öldinni fyrir fólk á hjólum.
Þarna er t. d. Redwood City, á
völlum þar sem rauðviðurinn,
hin kaliforníska risafura, lyfti
áður hinum voldugu krónum sín-
um til himins. Nú er skógurinn
horfinn; í staðinn breiðir sig
þar einskonar iðnaðarbær yfir
stórt svæði. Hér eru ekki
þrengslin: þessum nýtízkulegu
samfélögum er lífsnauðsyn að
hafa nóg landrými.
Við höldum lengra suður,
gegnum Palo Alto. Þar er eitt
af hinurn fáu verulega öflugu
samvinnufélögum í Bandaríkj-
unum, verzlunarfélag, sem var
svo heppið að fá gnægð land-
rýmis, stóra, óbyggða sléttu á
mörkum tveggja sveitarfélaga,
fyrir starfsemi sína.
Við bjuggum 1 móteli, sem
Ameríkumenn kalla svo, en það
er hótel, sem hýsir bæði gesti
og bíla. Fyrsta kvöldið ætluðum
við að ganga út til að líta á
borgina. Við komum út á aðal-
veginn, E1 Camino Real, þar
sem risastór ljósaskilti blika í
öllum regnbogans litum. Við
gengum nokkurn spöl. Voru
engir strætisvagnar hér? Nei,
hér voru engir strætisvagnar.
,,Hvað á að gera við almenn-
ingsfarartæki, þegar allir eiga
bíl? Eða næstum allir. Þið haf-
ið sjálfsagt heyrt getið um at-
vinnuleysingjann, sem leitaði
eftir atvinnu í vinnumiðlunar-
skrifstofunni hérna. Hann fékk
enga vinnu, af því að hann átti
engan bíl. Atvinnu getur enginn
stundað hér án þess að eiga bíl.“
Við gátum heldur ekki feng-
ið leigubíl. Við sátum föst, eða
því sem næst, í þessu samfé-
lagi ljósaskilta, lágra skrifstofu-
bygginga og lágra verksmiðja,
einbýlishúsa og ,,supermarkets“,
samfélagi sem teygði sig mílu
eftir mílu í allar áttir. Samfélagi
þar sem ekki er hægt að lifa
án þess að eiga bíl. En jafn-
framt í samfélagi, þar sem bíl-
arnir geta lifað: samfélagi með
breiðum götum og stórum, opn-
um svæðum — þar sem um-
ferðin er greið og auðvelt að
leggja bílum.
Utborg, sem stendur á eigin
fótum, óháð einhverri úreltri
stórborg, þangað sem fólkið
verður að aka til vinnu á hverj-
um morgni og heim að kvöldi
— borg bílaaldarinnar!