Úrval - 01.08.1955, Page 9

Úrval - 01.08.1955, Page 9
STÖRBORGIN ER ORÐIN tíRELT 7 :að flytja þær út fyrir borgirnar. Og þegar hér er komið þró- uninni, er orðin gagnger breyt- ing á útborginni. Hún er ekki lengur einskonar fylgihnöttur stórborgarinnar, sem um af- komu sína er háð henni. Hún er orðin sjálfstæð heild, sem getur lifað sínu eigin lífi. Mörg dæmi um myndun slíkra borga má sjá í þeim hluta Am- eríku þar sem efnahagsþróunin er örust: í Kaliforníu. Aki mað- ur suður frá San Francisco eft- ir þjóðveginum, sem ber hið stolta nafn E1 Camino Real (Kóngsvegur), þá fer maður framhjá röð þessara nýtízku borga, sem byggðar eru á bíla- öldinni fyrir fólk á hjólum. Þarna er t. d. Redwood City, á völlum þar sem rauðviðurinn, hin kaliforníska risafura, lyfti áður hinum voldugu krónum sín- um til himins. Nú er skógurinn horfinn; í staðinn breiðir sig þar einskonar iðnaðarbær yfir stórt svæði. Hér eru ekki þrengslin: þessum nýtízkulegu samfélögum er lífsnauðsyn að hafa nóg landrými. Við höldum lengra suður, gegnum Palo Alto. Þar er eitt af hinurn fáu verulega öflugu samvinnufélögum í Bandaríkj- unum, verzlunarfélag, sem var svo heppið að fá gnægð land- rýmis, stóra, óbyggða sléttu á mörkum tveggja sveitarfélaga, fyrir starfsemi sína. Við bjuggum 1 móteli, sem Ameríkumenn kalla svo, en það er hótel, sem hýsir bæði gesti og bíla. Fyrsta kvöldið ætluðum við að ganga út til að líta á borgina. Við komum út á aðal- veginn, E1 Camino Real, þar sem risastór ljósaskilti blika í öllum regnbogans litum. Við gengum nokkurn spöl. Voru engir strætisvagnar hér? Nei, hér voru engir strætisvagnar. ,,Hvað á að gera við almenn- ingsfarartæki, þegar allir eiga bíl? Eða næstum allir. Þið haf- ið sjálfsagt heyrt getið um at- vinnuleysingjann, sem leitaði eftir atvinnu í vinnumiðlunar- skrifstofunni hérna. Hann fékk enga vinnu, af því að hann átti engan bíl. Atvinnu getur enginn stundað hér án þess að eiga bíl.“ Við gátum heldur ekki feng- ið leigubíl. Við sátum föst, eða því sem næst, í þessu samfé- lagi ljósaskilta, lágra skrifstofu- bygginga og lágra verksmiðja, einbýlishúsa og ,,supermarkets“, samfélagi sem teygði sig mílu eftir mílu í allar áttir. Samfélagi þar sem ekki er hægt að lifa án þess að eiga bíl. En jafn- framt í samfélagi, þar sem bíl- arnir geta lifað: samfélagi með breiðum götum og stórum, opn- um svæðum — þar sem um- ferðin er greið og auðvelt að leggja bílum. Utborg, sem stendur á eigin fótum, óháð einhverri úreltri stórborg, þangað sem fólkið verður að aka til vinnu á hverj- um morgni og heim að kvöldi — borg bílaaldarinnar!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.