Úrval - 01.08.1955, Side 13

Úrval - 01.08.1955, Side 13
ÆFINTÝRIÐ UM NORSKA KAUPSKIPAFLOTANN 11 25 ára gamall var hann orð- inn skipstjóri á skipi föður síns. Hann hefur sjálfur sagt mér frá lengstu ferð sinni — frá Lyngör suður Atlantshaf, fyrir suðurodda Afríku, austur urn Indlandshaf, kringum Nýja Sjá- land og heim aftur. „Það var löng ferð, drengur minn,“ sagði hann að lokum. Kjarni sögunnar er þó ekki siglingarafrekið sjálft, heldur sú staðreynd, að hinn ungi skipstjóri öðlaðist í þessari ferð ómetanlega reynslu og þekkingu á möguleikum siglinganna. Á þeim tímum gat skipstjórinn ekki haft símsamband við út- gerðarfélagið frá fjarlægum löndum. Hann varð að vera sinn eigin húsbóndi, hann varð sjálfur að ná sér í farm í skipið. Á þennan hátt kynntust hinir norsku skipstjórnarmenn einnig hinni verzlunarlegu hlið útgerðarinnar á þeim árum þeg- ar lagður var grundvöllur að norskum siglingum. Af hinum unga skipstjóra er það að segja, að þegar útgerðin eignaðist gufuskip, tók hann við stjórn þess. Honum stóð ekki stuggur af hinni rjúkandi ófreskju í iðr- um skipsins og óx ekki í augum hin gagngera breyting á sigl- ingartækni, sem varð við til- komu gufuvélarinnar. Þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á var hann sjálfur hættur sigl- ingum en stjórnaði álitlegum flota nýtízku kaupskipa, sem sigldu um höfin þrátt fyrir hafnbönn og hættur frá tundur- duflum og kafbátum. Það er þriðja kynslóð norskra reiðara, sem nú stjórnar sigling- arflota landsins, og það er ekki mikið eftir af því, sem einkenndi hinn unga reiðarason, sem skreið út úr seglaklefanum til að maula beinakexið sitt. En nú- tímareiðarinn er jafngagnkunn- ugur öllu því, sem snertir út- gerðina og fyrirrennarar hans. Hann er þauikunnugur þeim möguleikum, sem útgerð hans standa til boða úti um allan heim. Dag og nótt fær hann, eða starfsmenn hans, fréttir af ferðum skipanna, og leiðir þeirra eru merktar með litlum flöggum á landakort, sem hanga í hinum nýtízkulegu skrifstof- um útgerðarfélagsins. Það er nú orðið mjög sjaldgæft, að reiðari hafi siglt skipi sínu sjálfur. Stjórn útgerðarinnar er mikið starf, sem krefst mikils undir- búnings og þarfnast allra starfskrafta hans frá upphafi. En snarræðið og dirfskan — sem afi hans lærði sem skips- drengur á efstu rá — þessa eiginleika tók hann að erfðum. Ég minnist fundar í Oslo skömmu eftir 1930. Umræðu- efnið var bygging Þjóðleikhúss- ins, sem nú stendur við Yongs- torgið í Oslo. Ýmsir voru með úrtölur. Þá stóð gamall leikari upp og hrópaði: „Byggið bara,, lítið á reiðarana, þeir byggja eins og óðir menn! Þetta var hárrétt — þeir 2*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.