Úrval - 01.08.1955, Side 15
Höfunduriim hefur samið ýmsar alþýðlegar
bækur um vísindaleg: efni.
UPPHA FSEFNIÐ
IJr útvarpserindi, prentuðu í mánaðarritinu „Gehört — gelesen".
eftir Otto YVilli Gail, Miinchen.
EGAR frummaðurinn kveikti
sér eld í fyrsta sinn vitandi
vits, steig mannkynið mesta
framfaraskref sitt til þess tíma.
Ekkert framfaraskref mann-
kynsins var neitt svipað að mik-
ilvægi, þangað til enska eðlis-
fræðingnum Ernest Rutherford
tókst í fyrsta sinn að kljúfa
frumeindina árið 1919. En mað-
urinn mun trauðla látasérnægja
að hafa náð valdi á eldinum eða
frumeindakjamanum, heldur
mun hann líka vilja seilast til
stjarnanna, sennilega þegar á
þessari öld. Hann mun kanna
plánetugeiminn eigi síður en
iður frumeindanna.
Gullgerðarmennirnir gömlu
höfðu gert sér mikið far um
að finna ,,upphafsefnið“, sem
allt annað efni ætti rætur sínar
til að rekja. Þeir töldu, að væri
það fundið, hlyti að vera hægt
að búa til hvert annað efni, til
dæmis gull. Þessi hugmynd
þeirra var rétt. Slíkt upphafs-
efni er til.
Frumeindir allra efna eru
sams konar að því leyti, að all-
ar eru þær gerðar af efniskjarna
hlöðnum viðlægu rafmagni, sem
örsmáar frádrægar rafmagns-
hleðslur, svonefndar rafeindir,
sveiflast umhverfis í hlutfalls-
lega víðum brautum. Hvort
frumeind telst til járns, gulls,
ildis („súrefnis") o. s. frv., það
fer eingöngu eftir tiltekinni
tölu, sem sé fjölda viðlægra
hleðslna í kjarnanum. Sé ein
þeirra numin á brott, breytist
til að mynda ildi í lyfti („köfn-
unarefni“), klór í brennistein,
kvikasilfur í gull. Það er að vísu
síður en svo, að auðvelt sé að
kljúfa frumeindarkjarnann á
þann hátt. Kjarneindirnar
(,,núkleónurnar“) eru svo
rammlega saman reyrðar, að
engar aðferðir venjulegrar
efnafræði duga til að losa um
þær. Tengikraftar kjarneind-
anna eru miljónum sinnum
sterkari en kraftar þeir, sem
tengja saman sjálfar frumeind-
ir efnanna. Það var einmitt á-
stæðan til þess, að tilraunir
gullgerðarmannanna hlutu að
mistakast.
En eðlisfræði nútímans kann
aðferðir til að koma til leiðar
slíkri samþjöppun orkunnar, að
jafnvel frumeindarkjarninn