Úrval - 01.08.1955, Síða 16

Úrval - 01.08.1955, Síða 16
14 ÚRVAL verður undan að láta. Gullgerð- armenn vorra daga kunna að framleiða gull. En sú fram- leiðsla svarar raunar ekki kostnaði. Framleiðslan hlyti að verða býsna lítil á móts við þá miklu orku, sem til hennar færi. Það er örðugt að gera sér grein fyrir því, að kjarni járnfrum- eindar, til að mynda, skuli ekki vera úr járni, heldur samskonar kjarneindum og brennisteinn, platína eða ildi. En úr hverju eru þá kjarneindirnar sjálfar? Þetta er ekkert lítillætisleg spurning, því að hún varðar sjálfa undirstöðu heimssmíðar- innar. Svar vísindanna virðist vera lítið annað en undanbrögð: Kjameindirnar eru ekki gerðar úr öðru en sjálfum sér. Náttúran er eins og sjálfsali, sem lætur ekki vöru sína í té nema í tilteknum lágmarks- skömmtun efnisins, sem ekki verður skipt í smærri hluta, og þeim verður því ekki heldur eytt. Þær hafa hvorki lit né ilm, eru hvorki loftkenndar, fljót- andi né fastar, hvorki harðar né mjúkar og hafa yfirleitt enga skynjanlega eiginleika nema þann eina að vera þungar í sér. Mjög þungar; sjálft efnið í kjarneindunum er miklu þyngra og þéttara í sér en hægt er að gera sér í hugarlund. Títu- prjónshaus úr samanþjöppuðu kjarnefni myndi vera á þyngd við stærðar orustuskipi. Þetta má líka orða þannig, að efnið í stóru orustuskipi myndi ekki vera meira um sig en títuprjóns- haus, ef hægt væri að þjappa því saman til fullnustu, því að allur hinn hlutinn af rúmtaki skipsins er ekkert annað en tómarúm milli efniseindanna. Þessi tómleiki í heimi efnis- eindanna má heita nokkurn veg- inn jafnmikill tómleika himin- geimsins. Milli frumeindakjarn- anna eru að sínu leyti engu minni fjarlægðir en milli reiki- stjarnanna í sólkerfinu. I himin- geimnum er efnið á svipaðri dreif og í venjulegum járnbút. Ofurþungar efnistegundir, þar sem frumeindakjarnarnir eru þéttstæðari, koma að vísu fyrir í náttúrunni, þó að þær sé ekki að finna hér á jörðu. Til eru hlutfallslega smáar stjörnur, svonefnd „hvít dverg- stirni“, sem eru fram úr öllu hófi þungar að miða við stærð sína. Efnið í þeim er svo sam- anþjappað, að fingurbjargar- fylli af því myndi vega hundr- uð kílógramma á jarðneska vog. Það er því líkast sem frumeind- irnar í þessum stjörnum hefðu knosazt saman, ef svo mætti segja, fyrir áhrif einhvers ógn- ar þrýstings og skapað þannig þennan feiknarlega efnisþétt- leika, sem er algerlega óþekkt- ur hér á jörðu. Öll hin eðlilegu efni, sem vér þekkjum hér, mega því heita út- þynntar tegundir efnisins. En hvað er „eðlilegt" í náttúrunnar ríki? Væri öllum frumeinda- kjörnum jarðarinnar þjappað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.