Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
verður undan að láta. Gullgerð-
armenn vorra daga kunna að
framleiða gull. En sú fram-
leiðsla svarar raunar ekki
kostnaði. Framleiðslan hlyti að
verða býsna lítil á móts við þá
miklu orku, sem til hennar færi.
Það er örðugt að gera sér grein
fyrir því, að kjarni járnfrum-
eindar, til að mynda, skuli ekki
vera úr járni, heldur samskonar
kjarneindum og brennisteinn,
platína eða ildi. En úr hverju
eru þá kjarneindirnar sjálfar?
Þetta er ekkert lítillætisleg
spurning, því að hún varðar
sjálfa undirstöðu heimssmíðar-
innar. Svar vísindanna virðist
vera lítið annað en undanbrögð:
Kjameindirnar eru ekki gerðar
úr öðru en sjálfum sér.
Náttúran er eins og sjálfsali,
sem lætur ekki vöru sína í té
nema í tilteknum lágmarks-
skömmtun efnisins, sem ekki
verður skipt í smærri hluta,
og þeim verður því ekki heldur
eytt. Þær hafa hvorki lit né ilm,
eru hvorki loftkenndar, fljót-
andi né fastar, hvorki harðar
né mjúkar og hafa yfirleitt enga
skynjanlega eiginleika nema
þann eina að vera þungar í sér.
Mjög þungar; sjálft efnið í
kjarneindunum er miklu þyngra
og þéttara í sér en hægt er að
gera sér í hugarlund. Títu-
prjónshaus úr samanþjöppuðu
kjarnefni myndi vera á þyngd
við stærðar orustuskipi. Þetta
má líka orða þannig, að efnið í
stóru orustuskipi myndi ekki
vera meira um sig en títuprjóns-
haus, ef hægt væri að þjappa
því saman til fullnustu, því að
allur hinn hlutinn af rúmtaki
skipsins er ekkert annað en
tómarúm milli efniseindanna.
Þessi tómleiki í heimi efnis-
eindanna má heita nokkurn veg-
inn jafnmikill tómleika himin-
geimsins. Milli frumeindakjarn-
anna eru að sínu leyti engu
minni fjarlægðir en milli reiki-
stjarnanna í sólkerfinu. I himin-
geimnum er efnið á svipaðri
dreif og í venjulegum járnbút.
Ofurþungar efnistegundir,
þar sem frumeindakjarnarnir
eru þéttstæðari, koma að vísu
fyrir í náttúrunni, þó að þær
sé ekki að finna hér á jörðu.
Til eru hlutfallslega smáar
stjörnur, svonefnd „hvít dverg-
stirni“, sem eru fram úr öllu
hófi þungar að miða við stærð
sína. Efnið í þeim er svo sam-
anþjappað, að fingurbjargar-
fylli af því myndi vega hundr-
uð kílógramma á jarðneska vog.
Það er því líkast sem frumeind-
irnar í þessum stjörnum hefðu
knosazt saman, ef svo mætti
segja, fyrir áhrif einhvers ógn-
ar þrýstings og skapað þannig
þennan feiknarlega efnisþétt-
leika, sem er algerlega óþekkt-
ur hér á jörðu.
Öll hin eðlilegu efni, sem vér
þekkjum hér, mega því heita út-
þynntar tegundir efnisins. En
hvað er „eðlilegt" í náttúrunnar
ríki? Væri öllum frumeinda-
kjörnum jarðarinnar þjappað