Úrval - 01.08.1955, Síða 17

Úrval - 01.08.1955, Síða 17
UPPHAFSEFNIÐ 15 eins þétt og verða má, myndi allt efnismagn hennar komast fyrir í dældinni, sem vatnið Schliersee fyllir nú*). Ef til vill er þetta einmitt hin eðlilega ástæða efnisins og þessi heimur mannkynsins aðeins sérstakt tilfelli, afbrigðilegt fyrirbæri náttúrunnar. Kjarninn er að vísu mikil- vægasti og í bókstaflegum skiln- ingi þungvægasti hluti frum- eindarinnar, en þó er hún gerð af fleiri hlutum. Þar eru líka rafeindir, sem hringsóla um kjarnann, en það eru smæstu rafmagnsskammtar, sem fyrir geta komið. Rafeindina má hugsa sér sem efnisögn hlaðna smæstu einingu rafmagns, eða sem nokkurs konar öldu, eða þá sem hvort tveggja í senn. Eftir því ætti hún að vera í senn efn- ishluti ákveðinnar þyngdar (þyngdin hefur mælzt hér um bil tvöþúsundasti hluti þyngd- ar kjarneindarinnar) og óefnis- leg alda! Það fer í bága við skynsemi vora. Því verðum vér að segja: Rafeindirnar, sem snúast um kjarnann, eru hvorki efnishlutar né smáöldur, heldur eitthvað óþekkt, sem hagar sér stundum eins og efnishluti, en stundum eins og alda. Nútíma eðlisfræði ætlast til eigi lítillar trúgirni af vorri hálfu. Járnbútur er að mestu leyti tómarúm, — hlutir eru *) Lítið fjallavatn fyrir suðaust- an MUnchen. — Þýð. samtímis efni og orka, — kjarn- eindirnar eru sjálfar án eigin- leika, en gefa efnishlutum þeim, sem þær mynda, tiltekna eigin- leika, sem komnir eru undir mismunandi fjölda þeirra, — títuprjónshaus myndi vera á þyngd við orustuskip, ef efnið í honum væri eins samanþjapp- að og verða mætti, — frumeind- in, heilt sólkerfi í smækkaðri mynd, tekur ekki meira rúm en svo, að fimm miljónir þeirra hver við hlið annarrar myndu ekki nema meiru en einum millí- metra. Þetta og fleira því um líkt er þess eðlis, að venjulegri mannlegri skynsemi er örðugt um vik að fella sig við það. Nú á tímum er það nokkuð á- kveðin skoðun vísindamanna, að algeimurinn sé ekki óendanlegur að víðáttu. Stærð hans yrði að tákna með nokkrum miljörðum ljósára, að því er talið er, en það jafngildir nokkrum tugþús- undum triljóna kílómetra (stærð, sem tákna verður með 22 stafa tölu). Þetta óskiljan- lega víðáttumikla, en þó ekki óendanlega rúm hefur nú inni að halda allt efni, sem til er, í mynd hér um bil tíu milj- arða vetrarbrauta, sem hver hefur aftur að geyma miljarða sólna. Eftir lögmálinu um ó- breytileik efnismagnsins á ekk- ert af þessu efni að geta farið forgörðum, meðan heimurinn stendur. Ekki svo mikið sem eitt gramm hefur getað bætzt þar við né dregizt frá allt frá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.