Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 23

Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 23
DRAUMAR OG DRAUMASKÝRINGAR 1 AUSTURLÖNDUM 21 kenningar hans) æðar að lind- um þjóðtrúar og þjóðsagna. í Kína var það svo, að það voru ekki aðeins mennirnir, sem fengu aðvaranir í draumum frá vinveittum öndum. Chang Hua, frægt skáld og stjórnmála- maður, sem dó árið 300, átti hvítan páfagauk, sem honum þótti ákaflega vænt um. Dag nokkurn þegar hann stóð úti í garðinum kallaði hann á páfa- gaukinn og bað hann að setjast á hönd sér. „Mig dreymdi ljót- an draum í nótt,“ sagði páfa- gaukurinn, „það var aðvörun um að fara ekki út úr húsi.“ Chang hélt, að páfagaukurinn væri aðeins að apa upp bað sem hann hefði heyrt einhvern á heimilinu segja, án þess að vita hvað það þýddi, og fór inn og strauk páfagauknum og bar hann út í garðinn. I sömu svif- um réðist á hann fálki. „Bíttu í fótinn á honum!“ hrópaði Chang Hua. Páfagaukurinn gerði það og fálkinn sleppti taki sínu. En iitlu munaði að illa f æri. * I þessum draumasögum segir ekki aðeins frá aðvörunum við því sem gerast muni í veruleik-. anum; þar segir líka frá því, hvernig draumarnir rekast á veruleikann,stundum með næsta óþægilegum afleiðingum. Árið 843 kom það eitt sinn fyrir, að stúdent við háskóla kínverska ríkisins svaf lengi fram eftir og dreymdi þá, að hann stæði við dyr háskólans þegar til hans kom maður klæddur í gul föt með ferðatösku í hendinni. Mað- urinn spurði hann að nafni. Stúdentinn sagði til nafns síns og brosti maðurinn þá íbygg- inn og sagði: „Þú munt ljúka prófum þínum með prýði næsta vor.“ Stúdentinn nafngreindi þá nokkra vini sína og sam- stúdenta og spurði hvernig þeim mundi ganga, og maðurinn sagði honum hverjir mundu standast prófið og hverjir ekki. „Viltu ekki koma með mér í kökubúð- ina í Chang-hsing,“ sagði stú- dentinn. Hann kom oft í þessa búð, því að hún var aðeins fárra mínútna gang frá skólanum. Þeir fengu kökur á borðið hjá sér, en höfðu ekki borðað mikið, þegar þeir heyrðu, að hundar tóku að fljúgast á fyrir utan búðina, og þá hrökk stúdentinn upp. Hann spratt fram úr og kall- aði til vina sinna, að hann ætl- aði að segja þeim draum. Varla hafði hann byrjað frásögnina, þegar eigandi kökubúðarinnar birtist í dyrunum. „Erþér ljóst,“ sagði hann, „að þú og vinur þinn pöntuðuð hjá mér tvö pund af kökum og fóruð svo án þess að borga fyrir þær?“ Stúdentinum varð mikið um þessi tíðindi, því að svo stóð á, að skotsilfur hans var þrotið. Hann fór með köku- salanum til veðlánara og fékk lán út á frakkann sinn. Svo fóru þeir í kökubúðina, því að hon- um lék forvitni á að sjá, hvort staðurinn, sem kökusalinn sagði,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.