Úrval - 01.08.1955, Side 25

Úrval - 01.08.1955, Side 25
DRAUMAR OG DRAUMASKÝRINGAR 1 AUSTURLÖNDUM 23 í órólegan svefn. „Til hvers er að liggja hér 1 þessu heita rúmi,“ sagði hann við sjálfan sig í draumnum, gleyminn þess að hann var sjúkur og máttfarinn. „Skynsamlegra væri að fara á fætur og koma út undir bert loft.“ Hann steig svo fram úr, tók staf sinn og lagði upp í gönguför eftir árbakkanum. Brátt kom hann að djúpum, tær- um hyl, sem haustlaufin spegl- uðust í, og honum hugkvæmd- ist, að hressandi mundi að fá sér bað. Sem drengur hafði hann haft yndi af að synda, en var nú orðinn mjög stirður til sunds, og þegar hann sá fiskana skjót- ast hjá, sagði hann við sjálfan sig: „Það er munur að sjá fiskana. Ef ég aðeins gæti feng- ið atvinnu um stundarsaldr sem fiskur og synt eins og mig lyst- ir.“ „Þú þarft ekki annað en sækja um það,“ sagði rödd nærri honum. „Eg skal sjá um það fyrir þig.“ Brátt kom í ljós risi með fiskhöfuð, ríðandi á Levía- tan, með hóp fiska í fylgd með sér. Hann tók upp samanvafið skjal og las eftirfarandi yfirlýs- ingu: Þó að bezt sómi sér að þegnar vatnsins og íbúar þurrlendisins lifi hvorir í sínum heiro.i, hefur oss borizt til eyrna, að embættis- maðurinn Hsieh Wei hafi sérstak- ar mætur á heimi vatnsins og hafi sctt um leyfi til að ganga í þjónustu vora. í samræmi við þessa ósk útnefnum vér, Kon- ungur Árinnar, hann til að vera Rauðkarfa um stundarsakir með aðsetri í eystri tjörninni. Jafn- framt flytjum vér honum þá að- vörun, sem nauðsynleg er hverj- um þeim, er tekur að sér þetta starf, að varast undir öllum kring- umstæðum að koma nærri beitu, sem fest er á krók. Hsieh Wei leit á sig undir lestrinum og sá þá, að hann var allur þakinn hreistri. Honum var tjáð, að hann ætti að gefa sig fram í eystri tjörn- inni á hverju kvöldi. Að öðru leyti var hann frjáls ferða sinna, og hann fór langar ferðir upp og niður ána, kannaði ótal vötn og þverár, og brátt var ekki til sá pollur eða spræna, sem hann hafði ekki komið í. Á einu slíku ferðalagi fann hann hvergi æti, og af því að sulturinn var far- inn að sverfa að honum, fór hann í humátt á eftir fiskibát í þeirri von, að fiskimaðurinn fleygði einhverju ætilegu fyrir borð. Þegar hann kom nær, sá hann, að fiskimaðurinn var Chao Kan, sem hann þekkti vel. Chao kastaði út línu, og það var góð lykt af beitunni. En Hsieh mundi eftir aðvöruninni og synti burt. Brátt varð sult- urinn honum þó óbærilegur, og hann sagði við sjálfan sig: „Þeg- ar alls er gætt, þá afsalaði ég mér ekki mannréttindunum fyr- ir fullt og allt, ég tók að mér þetta starf í heimi fiskanna að- eins um stundarsakir, og ef ég segi Chao Kan hver ég er, þá þorir hann áreiðanlega ekki að drepa mig, embættismanninn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.