Úrval - 01.08.1955, Síða 25
DRAUMAR OG DRAUMASKÝRINGAR 1 AUSTURLÖNDUM
23
í órólegan svefn. „Til hvers er
að liggja hér 1 þessu heita rúmi,“
sagði hann við sjálfan sig í
draumnum, gleyminn þess að
hann var sjúkur og máttfarinn.
„Skynsamlegra væri að fara á
fætur og koma út undir bert
loft.“ Hann steig svo fram úr,
tók staf sinn og lagði upp í
gönguför eftir árbakkanum.
Brátt kom hann að djúpum, tær-
um hyl, sem haustlaufin spegl-
uðust í, og honum hugkvæmd-
ist, að hressandi mundi að fá
sér bað. Sem drengur hafði hann
haft yndi af að synda, en var
nú orðinn mjög stirður til sunds,
og þegar hann sá fiskana skjót-
ast hjá, sagði hann við sjálfan
sig: „Það er munur að sjá
fiskana. Ef ég aðeins gæti feng-
ið atvinnu um stundarsaldr sem
fiskur og synt eins og mig lyst-
ir.“ „Þú þarft ekki annað en
sækja um það,“ sagði rödd nærri
honum. „Eg skal sjá um það
fyrir þig.“ Brátt kom í ljós risi
með fiskhöfuð, ríðandi á Levía-
tan, með hóp fiska í fylgd með
sér. Hann tók upp samanvafið
skjal og las eftirfarandi yfirlýs-
ingu:
Þó að bezt sómi sér að þegnar
vatnsins og íbúar þurrlendisins
lifi hvorir í sínum heiro.i, hefur
oss borizt til eyrna, að embættis-
maðurinn Hsieh Wei hafi sérstak-
ar mætur á heimi vatnsins og
hafi sctt um leyfi til að ganga í
þjónustu vora. í samræmi við
þessa ósk útnefnum vér, Kon-
ungur Árinnar, hann til að vera
Rauðkarfa um stundarsakir með
aðsetri í eystri tjörninni. Jafn-
framt flytjum vér honum þá að-
vörun, sem nauðsynleg er hverj-
um þeim, er tekur að sér þetta
starf, að varast undir öllum kring-
umstæðum að koma nærri beitu,
sem fest er á krók.
Hsieh Wei leit á sig undir
lestrinum og sá þá, að hann
var allur þakinn hreistri.
Honum var tjáð, að hann ætti
að gefa sig fram í eystri tjörn-
inni á hverju kvöldi. Að öðru
leyti var hann frjáls ferða sinna,
og hann fór langar ferðir upp
og niður ána, kannaði ótal vötn
og þverár, og brátt var ekki til
sá pollur eða spræna, sem hann
hafði ekki komið í. Á einu slíku
ferðalagi fann hann hvergi æti,
og af því að sulturinn var far-
inn að sverfa að honum, fór
hann í humátt á eftir fiskibát
í þeirri von, að fiskimaðurinn
fleygði einhverju ætilegu fyrir
borð. Þegar hann kom nær, sá
hann, að fiskimaðurinn var
Chao Kan, sem hann þekkti vel.
Chao kastaði út línu, og það
var góð lykt af beitunni. En
Hsieh mundi eftir aðvöruninni
og synti burt. Brátt varð sult-
urinn honum þó óbærilegur, og
hann sagði við sjálfan sig: „Þeg-
ar alls er gætt, þá afsalaði ég
mér ekki mannréttindunum fyr-
ir fullt og allt, ég tók að mér
þetta starf í heimi fiskanna að-
eins um stundarsakir, og ef ég
segi Chao Kan hver ég er, þá
þorir hann áreiðanlega ekki
að drepa mig, embættismanninn.