Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 26
24
ÚRVAL
Hann fer áreiðanlega með mig
á skrifstofuna mína og allt fer
vel.“ Hann gleypti því beituna
og Chao Kan innbyrti hann.
Hann tók nú að skýra mál
sitt, en Chao Kan virtist ekki
hlusta. Hann dró band gegnum
tálknin, bar hann í land og batt
hann upp í runna. Brátt kom
þjónn og kvaðst vera sendur frá
húsbónda sínum, ríkisbókaran-
um, sem ætlaði að halda vinum
sínum veizlu og vildi fá stóran
karfa. „Ég veiddi engan stóran
í dag, en ég hef nóg af smáum
krafa,“ sagði f iskimaðurinn;
hann vonaðist til að fá meira
fyrir Hsieh Wei á markaðstorg-
inu. „Ég þekki brellur þínar,“
sagði þjónninn og leitaði fyrir
sér í runnanum þangað til hann
fann vænan karfa. ,,Ég er Hsieh
Wei bókari," sagði fiskurinn.
„Ég hef verið fluttur í fiski-
tjörn, en ég held enn stöðu
minni sem embættismaður í
mannheimi, og þér ber að
hneigja þig fyrir mér.“ En
þjónninn virtist ekki heyra það
sem hann sagði og fór með
hann til Stjórnarráðsins. Nokkr-
ir starfsbræður Hsieh Wei sátu
við hliðið og tefldu myllu. Hann
kallaði til þeirra, en þeir sögðu
bara: „Þetta er stór og falleg-
ur fiskur.“
Sent var eftir Wang fiski-
kokk. Hann fór með Hsieh Wei
fram í eldhús og tók búrhníf-
inn. „Góði Wang,“ hrópaði
Hsieh, ,,ég hef aldrei ráðið ann-
an fiskikokk en þig. Þú getur
ekki verið svo vanþakklátur að
fara að drepa mig.“ En Wang
virtist ekki heyra neitt. Hann
lagði höfuð Hshieh á skurðar-
brettið og ætlaði að fara að
bregða hnífnum á kverkar hon-
um, þegar Hsieh hrökk upp af
svefni. Honum var alveg bötn-
uð hitasóttin, og þegar starfs-
bræður hans komu til að óska
honum til hamingju með bat-
ann, sagði hann þeim draum
sinn. Mikil varð undrun hans,.
þegar honum var tjáð, að allt
hefði skeð eins og hann hafði
dreymt. „Við sá.um varir þínar
bærast,“ sögðu þeir, „en ekkert
hljóð heyrðist." Eftir þetta gátu
hvorki Hsieh né starfsbræður
hans bragðað karfa.
Það er hægt að kaupa og selja
drauma, jafnvel stela þeim. Jap-
anski ríkisstjórinn Masatoki,
sem var uppi á tólftu öld, átti
tvær dætur, sem voru hálfsyst-
ur. Yngri systurina dreymdi, að
sólin og tunglið féll í skaut
hennar. „Ég verð að spyrja Ma-
sako hvað þetta táknar,“ hugs-
aði hún. Masako var eldri syst-
irin, sem var lærð í sögu, goða-
fræði og draumaráðningum.
„Sem draumur karlmanns væri
þetta nógu undarlegur draum-
ur,“ sagði eldri systirin, „og
enn furðulegri er hann sem
draurnur kvenmanns.“ Því að
hún vissi, að sá, sem dreymir
svona draum, á eftir að verða
stjórnandi landsins. Með því að'
hún var sjálf ráðrík og metorða-