Úrval - 01.08.1955, Side 27

Úrval - 01.08.1955, Side 27
DRAUMAR OG DRAUMASKÝRINGAR 1 AUSTURLÖNDUM 25 gjörn, ákvað hún að ná sér í drauminn og sagði við yngri systur sína: „Þetta er óláns- draumur. Það væri bezt fyrir þig að losna við hann eins fljótt og hægt er.“ „Hvernig get ég losnað við drauminn “ spurði yngri systirin. „Seldu hann,“ sagði Masako. „En hver vill kaupa ólánsdraum?" „Ég skal kaupa hann af þér, systir góð,“ sagði Masako. „En kæra systir, ég má ekki hugsa til þess að losa mig við ógæfu til þess eins að sjá hana lenda á þér.“ „Það er engin hætta á því,“ sagði Masako. „Keyptur draumur fær- ir hvorki gæfu né ógæfu.“ Hún borgaði drauminn með fornum, kínverskum spegli. Yngri syst- irin fór með hann til herbergis síns. „Loksins hef ég eignazt spegilinn, sem ég hef þráð alla tíð,“ hugsaði hún. Það var ekki fyrr en löngu síðar, þevar Ma- sako var orðin ríkisstjóri í Jap- an, að yngri systurinni varð ljóst, hverju hún hafði glatað með því að selja drauminn. * Hættulegt er að segja drauma öðrum en viðurkenndum draumaskýrendum. Hver sem heyrir draum og hefur nógu gott minni til að endurtaka hann orði til orðs, getur rænt draum- inum. Mabi, sonur embættis- manns í Japan, var uppi seint á sjöundu öld. Hann dreymdi eitt sinn undarlegan draum og fór til konu, sem var drauma- skýrandi, til að fá hann ráðinn. Áður en hann fékk tíma til að segja drauminn, kom sonur landsstjórans með fylgdarliði. Mabi var látinn bíða inni í hlið- arherbergi meðan hinn tigni gestur var afgreiddur. Hann lagði eyrað við skráargatið og heyrði landsstjórasoninn segja draum sinn. „Ég er hræddur um að draumur þinn jafnist aldrei á við draum þessa unga manns,“ sagði konan á eftir. „Heyrðirðu nokkuð af honum? Mabi endur- tók drauminn orði til orðs. Þá sagði konan, því henni geðjað- ist vel að piltinum: „Þar sem þú hefur endurtekið drauminn orðrétt, er hann þín eign, ef þú kærir þig um. Sá sem á þennan draum, mun verða fræðimaður og síðar ráðherra.“ Og viti menn, Mabi var valinn úr hópi margra æskumanna til að fara til náms í Kína. Þar var hann í átján ár, og þegar hann kom aftur, var hann gerður að dóms- málaráðherra. Öll japönsk skólaböm kannast við mikil- mennið Kibi no Mabi. Vestrænir sálkönnuðir láta sjúklinga segja drauma sína. Æði oft kemur fyrir, að slíkir sjúklingar hæla sér af því að hafa sagt lækni sínum upplogna drauma. En læknirinn segir, að upplognir draumar séu engu síð- ur lærdómsríkir en sannir draumar. Þessi skoðun sálkönn- uða nútímans er ekki eins ný af nálinni og ýmsir þeirra munu ætla. Dæmi um hana má finna í Kína þegar á þriðju öld. Þá var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.