Úrval - 01.08.1955, Side 29

Úrval - 01.08.1955, Side 29
AUSTURRlKI ENDURHEIMTIR SJÁLFSTÆÐI SITT 27 ert við, gat annarhvor aðilinn, neitandinn, komizt einn góðan veðurdag á þá skoðun, að æski- legt væri að láta af hendi pant- inn, annaðhvort gegn öðrum panti eða til þess að sýna vilja sinn til að slaka á spennunni í hættulegu deilumáli. Þá væri hamingjustund Austurríkis runnin upp. Stefna Austurríkis í utanrík- ismálum varð því að vera sú, að vinna að því að málefni þess yrðu ekki alltof nátengd kalda stríðinu. Kröfuna um frelsi landsins og sameiningu varð að bera fram á sérhverri ráðstefnu þar sem alvarlegar umræður færu fram milli deiluaðila, og einnig þess á milli varð Austur- ríki stöðugt að halda á lofti kröfum sínum. Mestu máli skipti, að Austurríkismálin væru sífellt á dagskrá, svo að þau kæmu fyrst til úrlausnar undir eins og þess sæjust einhver merki, að slakað hefði á spenn- unni í alþjóðamálum. Það varð þessari viðleitni til mikils stuðnings, að í Austur- ríki — og ef til vill aðeins þar — voru enn fyrir hendi mögu- leikar til samstarfs — eða kann- ski öllu heldur skorts á sam- starfi — milli stórveldanna. Þrátt fyrir tíu ára hemám hafði þjóðinni tekizt að varðveita ein- ingu landsins, Það hafði ekki fengið að kenna á hinum póli- tíska skurðhníf, sem þegar hafði sneitt í sundur mörg ríki. Þegar við lítum til baka, verðum við að viðurkenna, að ekkert hinna fjögurra stórvelda hefur að- hafzt neitt það, sem orðið gat einingu landsins til alvarlegs tjóns. Austurríki hefur verið hlíft við þeim örlögum, sem önn- ur lönd hafa sætt. Því var aldrei skipt til þess að friður gæti haldizt. Og vonandi eru menn nú komnir á þá skoðun, að skipt- ing landa sé ekki heppileg til varðveizlu friðarins. En sú gæfa að geta varðveitt einingu landsins hefur ekki fall- ið okkur Austurríkismönnum fyrirhafnarlaust í skaut. Hún er árangur þess, að þjóðin hefur aldrei þreytzt á að halda á lofti ósk sinni um einingu og sjálf- stæði. Við höfum aldrei gert okkur von um, að Austurríki gæti haldið áfram að vera sú paradís, þar sem fulltrúar hinna fjögurra stórvelda gætu rætt saman í bróðerni, jafnvel þó að ástandið í alþjóðamálum versnaði. Til þess var dæmið frá Þýzkalandi, þar sem slitn- aði upp úr samstarfi hernáms- veldanna, alltof nærtækt. Öllum var augljóst, að stefna Austurríkis varð að miða að því að binda enda á þetta ótrygga ástand. Eina örugga ráðið til að fá varanlega lausn, var fólg- ið í friðarsamningum, sem við- urkenndu einingu Austurríkis, sem tryggðu sjálfstœði þess og sem veittu því aftur full- veldi. Þetta þrennt er grundvöllur- inn, sem framtíð Austurríkis 4*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.