Úrval - 01.08.1955, Qupperneq 29
AUSTURRlKI ENDURHEIMTIR SJÁLFSTÆÐI SITT
27
ert við, gat annarhvor aðilinn,
neitandinn, komizt einn góðan
veðurdag á þá skoðun, að æski-
legt væri að láta af hendi pant-
inn, annaðhvort gegn öðrum
panti eða til þess að sýna vilja
sinn til að slaka á spennunni
í hættulegu deilumáli. Þá væri
hamingjustund Austurríkis
runnin upp.
Stefna Austurríkis í utanrík-
ismálum varð því að vera sú,
að vinna að því að málefni þess
yrðu ekki alltof nátengd kalda
stríðinu. Kröfuna um frelsi
landsins og sameiningu varð að
bera fram á sérhverri ráðstefnu
þar sem alvarlegar umræður
færu fram milli deiluaðila, og
einnig þess á milli varð Austur-
ríki stöðugt að halda á lofti
kröfum sínum. Mestu máli
skipti, að Austurríkismálin væru
sífellt á dagskrá, svo að þau
kæmu fyrst til úrlausnar undir
eins og þess sæjust einhver
merki, að slakað hefði á spenn-
unni í alþjóðamálum.
Það varð þessari viðleitni til
mikils stuðnings, að í Austur-
ríki — og ef til vill aðeins þar
— voru enn fyrir hendi mögu-
leikar til samstarfs — eða kann-
ski öllu heldur skorts á sam-
starfi — milli stórveldanna.
Þrátt fyrir tíu ára hemám hafði
þjóðinni tekizt að varðveita ein-
ingu landsins, Það hafði ekki
fengið að kenna á hinum póli-
tíska skurðhníf, sem þegar hafði
sneitt í sundur mörg ríki. Þegar
við lítum til baka, verðum við
að viðurkenna, að ekkert hinna
fjögurra stórvelda hefur að-
hafzt neitt það, sem orðið gat
einingu landsins til alvarlegs
tjóns. Austurríki hefur verið
hlíft við þeim örlögum, sem önn-
ur lönd hafa sætt. Því var aldrei
skipt til þess að friður gæti
haldizt. Og vonandi eru menn
nú komnir á þá skoðun, að skipt-
ing landa sé ekki heppileg til
varðveizlu friðarins.
En sú gæfa að geta varðveitt
einingu landsins hefur ekki fall-
ið okkur Austurríkismönnum
fyrirhafnarlaust í skaut. Hún er
árangur þess, að þjóðin hefur
aldrei þreytzt á að halda á lofti
ósk sinni um einingu og sjálf-
stæði. Við höfum aldrei gert
okkur von um, að Austurríki
gæti haldið áfram að vera sú
paradís, þar sem fulltrúar hinna
fjögurra stórvelda gætu rætt
saman í bróðerni, jafnvel þó
að ástandið í alþjóðamálum
versnaði. Til þess var dæmið
frá Þýzkalandi, þar sem slitn-
aði upp úr samstarfi hernáms-
veldanna, alltof nærtækt.
Öllum var augljóst, að stefna
Austurríkis varð að miða að því
að binda enda á þetta ótrygga
ástand. Eina örugga ráðið til
að fá varanlega lausn, var fólg-
ið í friðarsamningum, sem við-
urkenndu einingu Austurríkis,
sem tryggðu sjálfstœði þess
og sem veittu því aftur full-
veldi.
Þetta þrennt er grundvöllur-
inn, sem framtíð Austurríkis
4*