Úrval - 01.08.1955, Side 34
32
ÚRVAL
una í skriflegu fengum við líka
fyrir fjórum árum. Hvernig er
þarna inni í dag?“
„Ágætt. Ég ætla að fara að
færa þeim kaffi.“
„Áfbragð. Settu nóg af sykri
útí! Lítið sykurmagn í blóðinu
veldur önuglyndi."
„Það skal ég gera. Og gangi
þér nú vel!“
„Þakka þér fj'rir, William.“
Sjötti „prófsveinninn“ var
stúlka. Smágerð og snotur, sá
ég, sennilega frá Royal Free.
Hún sat bein og kyrr á stólnum
með hendur í skauti. Stúlkur —
þær sem gæddar eru kvenlegum
þokka, ekki þær sem eru kon-
ur einungis vegna smávægilegra
anatómískra eiginleika —■ slík-
ar stúlkur eru ekki vel settar
á munnlegum prófum. Prófess-
orarnir óttast svo mjög að verða
fyrir áhrifum af kynþokka
þeirra, að þeir eru byrstari við
þær en þær eiga skilið. En þessi
stúlka hafði búið sig undir próf-
ið af mikilli fyrirhyggju. Dragt-
in hennar var lýtalaus, en ekki
glæsileg, hárgreiðslan var
snyrtileg, en ekki eggjandi, and-
litssnyrtingin smekkleg en yfir-
lætislaus og augnatilliti sínu
hafði hún lagt til þessa auð-
mjúku aðdáun, sem karlmönn-
um geðjast svo vel að í konu-
augum. Hún mundi án efa
spjara sig.
Ég sat úti í horni og fitlaði
við slaufuna mína. Maður er
alltaf boðaður of snemma til
munnlegs prófs, og nú átti kaffi-
hléið að lengja kvölina enrt
meira. Það var ekki annað að
gera en vopna sig þolinmæði og
hugsa um eitthvað sem allra
fjarst því er beið manns, til
dæmis knattspyrnu eða fótleggi
stúlkunnar andspænis mér. Allt
í einu var hurðinni hrundið upp
og inn sentist unglingspiltur
með hitasóttargljáa í augunum.
„Það gekk ekki svo bölvanlega,"
sagði hann andstuttur við kæru-
leysingjann. Þeir voru bersýni-
lega frá sarna spítala.
„Ég fékk Sir Rollo Doggert
og Stanley Smith,“ sagði piltur-
inn hreykinn. Við kinkuðum
kolli öll, þessir tveir prófessor-
ar voru verst þokkaðir af öll-
um prófessorum í London.
„Doggert byrjaði á að spyrja
mig um einkenni akrodyni,“ hélt
hann áfram. ,,Ég var svo hepp-
inn, að ég hafði flett því upp í
gærkveldi og kunni það alveg.“
,,Akrodyni!“ hrópaði sá
taugaóstyrki. „Guð minn góður,
því er ég búinn að gleyma!"
,,Ég sá strax, að eina ráðið
við hann var að taka hann eins
og jafningja — hann fyrirlítur
hundslega auðmýkt. Ég romsaði
því upp úr mér öllu sem ég vissi
um akrodyni, og þegar ég var
búinn sagði hann: „Ágætt, á-
gætt“.“
„Spurði hann um nokkuð ann-
að?“ spurði vinur hans ákafur.
„Já, auðvitað. Hann spurði
mig hvað ég mundi gera ef ég
væri að spila golf með sykur-
sýkissjúklingi og hann fengi allt