Úrval - 01.08.1955, Side 39
TIL PRÓFS 1 LÆKNISFRÆÐI
37
klipptur úr Esquire. „Góðan
daginn,“ sagði ég og setti upp
læknisbros.
„Góðan daginn,“ svaraði hún
glaðlega.
„Viljið þér segja mér hvað
þér heitið?“ spurði ég kurteis-
lega. „
„Sjálfsagt. Ég heiti Molly Dit-
ton, ég er ógift, tuttugu og
tveggja ára gömul, hraðritari að
atvinnu, hef verið það undan-
farin fjögur ár. Eg á heima í
Ilford og hef aldrei farið til út-
landa.“
Hjartað í mér hoppaði af
fögnuði: hún var gamalreynd
í faginu!
„Hafið þér verið hér fyrr?“
spurði ég. „Þér virðist kunna
ganginn í þessu.“
Hún hló. „Ötal sinnum. Ég
skal veðja að ég veit meira um
veikindi mín en þér.“
Málið lá ljóst fyrir! Það er
ein gullvæg regla, sem gildir um
sjúkdómsgreiningarprófin — að
spyrja sjúklinginn! Hún hafði
svo oft verið til prófs og heyrt
svo oft bollalagt um sjúkdóm
sinn, að hún kunni án efa öll
læknisfræðiheiti í sambandi við
hann. Ég varð aðeins að gæta
þess að halda vel á spilunum.
Ég spjallaði við hana um Ilford
og um kostina við að búa þar,
um hraðritun og áhrif hennar
á taugarnar, um karlmenn og
um giftingarmöguleika hennar
(þá flissaði hún), um veðrið og
hvert hún ætlaði í sumarfríinu.
„Vel á minnst,“ sagði ég með
uppgerðarkæruleysi, „hvað er
eiginlega að yður?“
„Að mér — ég er með mitral-
stenos eftir liðagigt, en ég er
alveg kompenseruð og hef góð-
an prognósis. Ég er með præ-
syptoliskt blásturshljóð yfir
broddinum, en aortalokurnar
eru í lagi og ég er ekki með
neinar krepitationir í lungna-
broddunum. Thyroidea er dá-
lítið stækkaður — hann verður
hrifinn ef þér takið • eftir því.
Ég fæ aldrei flimmer og engin
meðul.“
„Þakka yður kœrlega fyrir,“
sagði ég. Sá þybbni varð stór-
hrifinn þegar ég þuldi upp það
sem sjúklingurinn hafði sagt
mér, eins og það væri mín eigin
sjúkdómsgreining.
„Fyrirtak,“ sagði hann og var
allur eitt bros. „Þér tókuð líka
eftir thyroidea . . . það er veru-
lega ánægjulegt að til skuli vera
einn ungur maður, sem kann að
nota augun. Ár eftir ár hef ég
þrástagast á því við nemendur
mína að nota augun — en til
einskis. Ágæt diagnósa, drengur
minn! Takið nú hérna við op-
talmóskópinu og segið mér hvað
þér sjáið í auga gömlu konunn-
ar þarna.“
Hjarta mitt, sem hafði hafið
sig til skýja eins og lævirki, féll
nú til jarðar aftur. Prófessor-
inn rétti mér lítið, svart tæki
með sjónglerjum, sem notað er
til að skyggna auga. Ég hafði
oft séð það á spítalanum, en
aldrei haft tíma til að kynna