Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 41
TJm lækninn og spámanninn Nostradamus
■og liina furðuleffu spádóma hans.
Framlíðin — opin bók?
Grein úr „Vor Viden“,
eftir Anker Tiedemann.
AÐ er heit júnínótt árið
1792. Sauce, kaupmaður og
kertasteypir, sem er hreppstjóri
í franska smábænum Varennes,
sefur værum svefni, þegar
skyndilega er barið harkalega
á dyr hjá honum. Hann bregð-
nr sér í buxur, kveikir á tólgar-
kerti og opnar hurðina.
Fyrir utan stendur póstmeist-
arinn frá Sainte-Menehould,
sveittur og másandi. Hann hef-
ur riðið hratt — eins og elding,
segir hann hásri röddu — til
þess að ná þeim . . .
Hverjum? — ná hverjum?
spyr Sauce dálítið önugur af
því að vera vakinn um miðja
nótt. Það er enn svefndrungi í
honum, og þó að hann sé raun-
ar orðinn ýmsu vanur á þess-
um byltingartímum, þá er það
þó of . . .
Konunginum! Við sáum hann
sjálf í Sainte-Menehould. Hann
hlýtur að hafa flúið frá París.
María Antoinetta er með hon-
um, að ég held — og krónprins-
inn líka. í stórum Vínarvagni
með sex hestum fyrir. Þau eru
líklega bráðum komin í gegnum
Beinesskóginn. Ég ók vagn-
hlassi út á brúna, svo að þau
kæmust ekki yfir — en nú verð-
ið þér að taka til yðar ráða . . .
Það var sízt að undra þótt
Sauce glaðvaknaði. Ferðalag
Lúðvíks 16., Frakklandskon-
ungs, drottningarinnar og krón-
prinsins, gat aðeins táknað
eitt: að þau hefðu sem svikar-
ar flúið úr Tuileriehöllinni í
París, þar sem þjóðin hélt kon-
unginum sem einskonar fanga.
Þegar vagn konungsins kom
til Varennes, handtók Sauce
ferðafólkið — þó að vegabréfið
væri gilt, með konungsstimpli
o. s. frv. — og næsta morgun
varð Lúðvík að snúa aftur til
Parísar — þar sem fallöxin beið
hans.
Röskum 230 árum áður en
þetta gerðist, kom út í Frakk-
landi bók, sem hafði að geyma
m. a. eftirfarandi vísuerindi
(orðrétt þýtt):
Að næturlagi munu koma í gegn
um Reinesskóginn
tvær giftar manneskjur,
eftir erfiðum vegi,
drottningin, hinn hvíti steinn,
og hinn munklegi konungur