Úrval - 01.08.1955, Síða 45
FRAMTlÐIN
og má það vissulega kallast rétt-
nefni. Athyglisverðast er þó, að
í þessu sambandi nefnir Nostra-
damus eitt ártal — 1792, sem
óneitanlega kemur heim við sög-
una.
Lúðvík 14., sólkonunginn,
kallaði hann Emathion. Ef við
flettum upp í alfræðibók, sjáum
við að í grískri goðafræði er
Emathion sonur gyðju morgun-
roðans, Áróru — þ. e. sólin.
Merkileg er þessi setning:
„Emathion mun segja: ég yfir-
skyggi aUi.“ Hér hefði eins
geta staðið orðtak Lúðvíks 14:
„Ríkið, það er ég.“
Napóleon, sem Nostradamus
hafði litla samúð með, kallar
hann m. a. Teste Raze — stutt-
klippta höfuðið. En Napóleon
hafði einmitt óvenjulega stutt-
kl’ppt hár, eftir því sem þá
tíðkaðist.
En nú skulum við snúa okkur
að sjálfum spádómunum. Vís-
urnar í Centuries eru allar í
graut -— sjálfsagt skrifaðar
niður jafnóðum og Nostradam-
us ,,sá fyrir sér framtíðina";
en á því leikur ekki neinn vafí,
að í vísunum er sagt fyrir um
eftirfarandi atburði af engu
minni nákvæmni en í vísunni,
sem tilfærð er í upphafi þess-
arar greinar:
1) Dauða Hinriks 2.; 2) Enda-
lok Valois-konungsættarinnar,
þegar síðasta barn Katrínar af
Medici dó; 3) Barthólómeusar-
nóttina: „. . . stórborgin, sem
sulturinn ógnar (þ. e. París),
OPIN BÓK? 43
mun festa sér í minni hátíð
Barthólómeusar, Nimes, La
Rochelle, Genúa, Montpellier,
Castres, Lyon munu allar verða
vettvangur borgarastyrjaldar
samkvæmt skipun mikillar
konu“ (þ. e. Katrínar); 4)
Dauða Karls 1. Englandskon-
ungs og valdatöku Cromwells:
„Öldungaráð Lundúna mun
drepa konung sinn“; 5) Örlög
Lúðvíks 14., 15. og 16.; 6) Bylt-
inguna; 7) fæðingu Napóleons,
frægðarsögu hans, styrjaldir,
keisaratitil, og að lokum fall
hans; 8) stjórnarferil og fall
Lúðvíks 18., Lúðvíks Filipps og
Napóleons 3.; 9) Síðustu borg-
arastyrjöldina á Spáni: „Franco
mun reka þingið frá Kastilíu . . .
Þeir sem styðja Ribiere (þ. e.
Primo de Revera, sem kom til
valda 1923) munu taka þátt í
baráttunni og koma í veg fyrir
inngöngu í ginið mikla.“; 10)
Og svo eru það allar vísurnar,
sem fjalla um Hister — eða
Hitler, ef við gerumst svo djörf
að leiðrétta stafavillu Nostra-
damusar. 24. vers í 2. flokki er
þannig í orðréttri þýðingu:
Skepnur óðar af sulti munu fá
fljótin til að skiálfa;
Hister mun ná völdum yfir æ
stærra landsvæði,
Sá mikli (Pétain?) mun verða
fluttur burt í járnkassa,
þegar afkvæmi Þýzkalands
hlýða hvorki guðs né manna
lögum.
6*