Úrval - 01.08.1955, Side 47

Úrval - 01.08.1955, Side 47
VINÁTTA MEÐAL HJÖNA 45 Með uppeldinu, eða réttara sagt rangsnúnu uppeldi, drekk- ur unga fólkið oft í sig þá skoð- un, að kynin séu tvær andstæð- ur. Það er blásið að glóðum baráttunnar milli kynjanna. Af furðulegri ósamkvæmni er hjónabandinu samtímis haldið á lofti sem hinu eina rétta í sam- skiptum kynjanna. Karlmaður- inn á að kvænast, staðfesta ráð sitt. Og konan á að finna sér þá stöðu í lífinu, sem er hin eina náttúrlega fyrir hana. Og lokkað af óraunhæfri eftirvænt- ingu anar unga fólkið svo út í hjónabandið og væntir þess, þrátt fyrir það sem það hefur heyrt um ágalla þess og ófull- komleik, að allt fari vel. Því að elska þau ekki hvort annað? Og ást þeirra mun aldrei fyrn- ast! En una þau sér í sambúðinni ? Skilja þau sérkenni hvors ann- ars og eru þau reiðubúin að virða þau? Eru þau góðir vinir til viðbótar við allt hitt, sem þrátt fyrir unaðsleik sinn hættir svo oft til að fölna eða jafnvel verða að engu? Þau verða að vera það, ef vel á að fara. Og ég geng svo langt að segja, að ef mannseðlið væri þannig, að fyrst kæmi vináttan tii sögunn- ar og ástin sprytti síðan upp af henni, þá mundi óhamingjusöm- um hjónaböndum fækka stór- lega. En hve fánýt er ekki sú ósk! Þegar manni er fullljóst, að neistinn, sem kveikist milli karls og konu, er af allt öðrum toga, og að menn kjósa heldur að brenna sig á loga ástarinnar en að vera án hans. Og þó er vinátta í hjónaband- inu þrátt fyrir allt ein af mikil- vægustu eigindum þess, ef ekki í upphafi þá að minnsta kosti þegar sá tími kemur að heit- asta ástarþráin fer að dofna og vaninn tekur að setja sinn svip á sambúðina. Hjónaband- ið er sambúð tveggja einstakl- inga í meðlæti jafnt og mótlæti, einstaklinga, sem eru ófull- komnir og hafa ríka þörf fyrir umburðarlyndi, skilning — og vináttu. Hver hefur ekki komizt í kynni við hjón, sem endilega þurfa að þrátta um sambúðar- vandamál sín í áheyrn annarra ? Ásakanirnar vaxa orð af orði unz bæði hafa algerlega gleymt öllum viðstöddum, sem sjálfum sér þvert um geð eru hér dregn- ir inn í mál, sem vissulega eru alger einkamál. Þegar heim kemur eru þessi hjón kannski heitir elskendur, sem í einskon- ar örvæntingu reyna að eyða ó- vildinni milli sín í ástríðuhita, en hversu miklu unaðslegri og gjöfulli hefði ekki ást þeirra verið, ef þau hefðu jafnframt verið vinir og sýnt hvort öðru tillitssemi. Það mundi mörgum ásteiting- arsteininum rutt úr vegi, ef hjónin gætu rætt vandamál sín í vinsemd. Ágreiningur t. d. um peningamál á ekki að þurfa að verða ástinni til tjóns. En þó er það svo, að þau valda stund-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.